fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Sonur Ragnars segir að börnin hafi ekki fengið frið vegna skipulagðs áróðurs frá ættingjum og vinum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. september 2018 20:35

Skjáskot af vef RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar sem ráðinn var bani síðastliðið vor, segir að hann og systkini sín hafi ekki fengið frið frá því föður þeirra var ráðinn bani vegna skipulagðrar áróðursherferðar af hálfu ættingja og fjölskylduvina. Valur Lýðsson, bróðir Ragnars, var í dag dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið honum að bana.

„Í svona borðliggjandi morðmáli, þar sem öll sönnunargögn beinast að öðrum aðilanum og sýna sífellt betur hversu tilhæfulaus, gróf og óvænt árásin á föður okkar var, þá teldi fólk að það yrði frekar fámennur hópur sem kæmi saman til nauðvarnar og hæfi persónuárásir í garð fórnarlambsins. Því er ekki fyrir að fara í tilfelli okkar systkinanna,“ segir Ingi Rafn í færslu á Fésbók. Hann segir að sögur hafi verið búnar til með það að markmiði að sverta föður þeirra:

„Stór hópur fólks úr Biskupstungum, okkar heimasveit, nokkrir gamlir vinir föður míns og megnið af föðurættingjum mínum (að frátöldum nokkrum sem eru teljandi á fingrum annarrar handar) hafa stundað grófar persónuárásir á æru föður míns. Jafnframt hafa þau algjörlega neitað að meðtaka sönnunargögnin, sem sýna hvert á fætur öðru hvernig atburðarásin var þetta örlagaríka kvöld. Sumir ættingjar okkar hafa látið sér nægja að tína til ýmsar ástæður fyrir því hvernig þetta væri Ragnari föður mínum að kenna og alls ekki við Val að sakast. Aðrir gengið töluvert lengra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum