fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Segir að Austur verði lokað í kvöld: Harðvítugar deilur – „Við erum búin að skila leyfinu og loka staðnum“

Ágúst Borgþór Sverrisson, Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 22. september 2018 19:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hafa verið deilur í eigendahópnum og niðurstaðan er sú að við skiluðum inn leyfinu sem var á nafni framkvæmdastjóra okkar,“ segir Kamran Keivanlou, sonur annars eiganda hins vinsæla veitingastaðar og næturkúbbs, Austur við Austurstræti.  Austur var lokaður í gær og segir Kamran að Austur verði einnig lokaður í kvöld. Einn heimildarmaður sem þekkir vel til segir að ástæðuna fyrir lokuninni hafi verið brottrekstur framkvæmdastjórans, Víkings Heiðars Arnórssonar. Víkingur er skráður fyrir rekstrarleyfinu og segir einn heimildarmanna DV að hann hafi skilað því inn og tekið allt starfsfólkið með sér. Kamran aftur á móti segir að Víkingur hafi unnið sitt starf vel af hendi. Ekki náðist í Víking við vinnslu fréttarinnar.

Austur hefur verið í eigu tveggja Írana, Effat Kazemi Boland og Gholamhossein Mohammad Shirazi, báðir eigendur áttu hvor um sig helmingshlut en deilur hafa staðið yfir um eignarhaldið. Fyrrnefndi eigandinn, Boland, er 72 ára gömul kona. Sonur hennar, áðurnefndur Kamran, hafði svo samband við DV í dag og skýrði frá því að staðnum hefði nú verið lokað.

Eins og kom fram í  Viðskiptablaðinu fyrr á árinu var félag annars eigandans úrskurðað gjaldþrota. Kamran segir að við það hafi ríkið eignast helmingshlut í Austur en fjölskylda hans áfram átt helmingshlut í staðnum. Áður hefur Morgunblaðið greint frá því að Kamran sjálfur hafi verið úrskurðaður gjaldþrota í mars 2016 en Hæstiréttur sneri úrskurði Héraðsdóms við.

Austur var ekki opið í gær og segir Kamran að fastagestir staðarins hafi verið mjög slegnir yfir því. „En við erum búin að skila leyfinu og loka staðnum. Það verður því lokað á Austur í kvöld,“ segir Kamran sem vill meina að það sé vegna svika sameiganda sem hafi vikið framkvæmdastjóranum frá störfum án þess að hafa til þess heimild.

Allmiklar og nokkuð torræðar deilur hafa verið á milli eigenda staðarins í nokkur ár. Sem dæmi um þær deilur sem hafa átt sé stað þá kærðu bæði fyrrverandi eigandi Austur, Ásgeir Kolbeinsson Kamran fyrir hótanir sem hann sagðist hafa á upptöku. Kamran vildi meina að upptökurnar væru falsaðar og kærði Ásgeir til sérstaks saksóknara. Þá greindi Kjarninn frá því að Kamran hefði krafist þess að korta­fyr­ir­tækið Borgun hætti við­skiptum við félagið Aust­ur­stræti 5, þar sem núver­andi rekstur skemmti­stað­ar­ins sé ekki í sam­ræmi við útgefið rekstr­ar­leyfi. Þetta er aðeins brotabrot af þeim deilum sem hafa átt sér stað síðustu ár. En nú hefur staðnum verið lokað að sögn Kamran.

Hinn frægi fjölmiðlamaður Ásgeir Kolbeins átti Austur alfarið um tíma en losaði sig fyrir nokkru við hlut sinn í staðnum. Er DV hafði samband við Ásgeir kom hann af fjöllum og vissi ekkert um lokun staðarins. DV hefur hins fengið staðfest frá fleiri aðilum sem tengjast rekstri staðarins að Austur verði ekki opinn í kvöld.

Uppfært: Í upphaflegu fréttinni var sagt að Kamran hefði verið úrskurðaður gjaldþrota. Það sem vantaði í fréttina er að Hæstiréttur sneri þeim úrskurði við. Beðist er velvirðingar á að þessar upplýsingar vantaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu