Mánudagur 17.desember 2018
Fréttir

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 21. september 2018 09:27

Erlendir svikahrappar hóta einhverfum pilt í Reykjavík ofbeldi ef hann borgar þeim ekki 150 þúsund krónur. Eyjólfur Páll Víðisson, frændi piltsins, gagnrýnir lögregluna harðlega í samtali við DV.

Eyjólfur Páll Víðisson, frændi piltsins.

Segir hann að ráðist hafi verið á móður piltsins fyrir utan heimili þeirra og fjölskyldan sé mjög hrædd. „Móðir hans upplifir sig óörugga á heimili sínu og er vör um sig hvert sem hún fer.“ Eyjólfur segir að lögreglan sýni málinu ekki áhuga vegna þess hve lág upphæðin er. „Þeir vilja ekki gera neitt því þetta er svo lág upphæð, það væri annað ef þetta væru nokkrar milljónir. Vandinn er sá að hann og móðir hans eiga ekki slíka peninga og það er heldur ekki þeirra að borga,“ segir Eyjólfur.

Lögreglan segir málið í rannsókn og hafnaði því alfarið í samtali við DV að mál af þessum toga væru ekki tekin alvarlega. Skipti þar engu hver upphæðin væri.

Smáhundur til sölu á Bland

Svindlið gekk þannig fyrir sig að fyrir þremur vikum fékk pilturinn skilaboð á Snapchat frá einstaklingi, „Reid“, sem hann þekkti ekki og var spurður hvort hann vildi eignast pening. DV hefur undir höndum skjáskot af samtalinu þar sem sést að pilturinn gaf Reid kennitöluna sína og reikningsnúmer. Reid var búinn að auglýsa smáhund til sölu fyrir 150 þúsund krónur á bland.is og hafði fengið ónafngreindan kaupanda til að leggja þá upphæð inn á reikning piltsins.

Auglýsingin sem birtist á Bland.

Eyjólfur segir að pilturinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann ætti að láta Reid fá áðurnefnda upphæð. Um kvöldið fékk móðir piltsins skilaboð frá áðurnefndum kaupanda hundsins og vildi sá fá peningana sína aftur. Þegar þar var komið sögu var pilturinn búinn að eyða peningnum. Þá rann upp fyrir piltinum, móður hans og kaupandanum að þau höfðu lent í svikamyllu.

Þarf að kæra piltinn

Kaupandi hundsins, sem vildi alls ekki láta nafn síns getið, staðfesti atburðarásina í samtali við DV. Hann taldi sig vera að kaupa hund af viðurkenndum aðila og lagði peningana inn á piltinn, síðar sama dag hafi svo runnið á hann tvær grímur og þá hafi hann haft samband við móðurina. „Ég er búinn að ræða við lögregluna og fékk þau svör að ég þyrfti að kæra piltinn ef ég vildi fá peningana mína aftur,“ segir kaupandinn. „Ég lét Bland vita strax og þeir tóku þetta út. Nokkrum dögum síðar sá ég aðra svona auglýsingu og lét taka hana út líka. Eitt er víst, ég er aldrei að fara að kaupa neitt á netinu aftur. Ég bara trúði ekki að þetta gæti gerst.“

Byrjunin á svikunum. Maður sem kallaði sig Reid hafði samband við piltinn á Snapchat.
Reid býður honum auðvelda peninga, skjáskotin sem DV hefur undir höndum sýna að pilturinn, sem er einhverfur og með þroskaröskun, skilur manninn ekki fullkomlega.
Svikahappurinn fékk kennitölu og reikningsnúmer hjá piltinum. Hann brást svo ókvæða við þegar hann frétti að pilturinn væri búinn að eyða peningunum.

 

Svikahrappurinn sendi piltinum mynd af byssu.

Ráðist á móður piltsins

Áverkar á móður piltsins. Hún vildi ekki koma fram undir nafni en gaf leyfi fyrir birtingu myndarinnar.

Reid er búinn að senda piltinum hótanir ítrekað. Fékk pilturinn meðal annars senda mynd frá Leifsstöð þar sem svikahrappurinn lætur piltinn vita að hann sé kominn til landsins og meðfylgjandi mynd af byssu, sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en sem líflátshótun. Hótanirnar koma bæði í gegnum Snapchat og gervimenn á Facebook. Eyjólfur segir að pilturinn skilji ekki um hvað málið snýst. „Hann fékk bara lagt inn á sig pening og hélt að þetta væru sínir peningar. Hann er einhverfur og með þroskaröskun. Hann skildi ekki hvað maðurinn var að tala um og gaf honum upplýsingar sem hann átti ekkert að gefa.“

Þetta bréf var á bílrúðu fjölskyldunnar.

Meðal þess var heimilisfangið piltsins. Fyrir stuttu var ráðist á móður hans á bílastæðinu fyrir utan heimili þeirra. „Hún er öryrki og er viðkvæm í baki. Það voru tveir menn sem stukku á hana á bílastæðinu,“ segir Eyjólfur og bætir við að pilturinn sé miður sín yfir öllu saman. DV hefur undir höndum myndir af áverkum sem hún hlaut við árásina, sem hefur verið tilkynnt til lögreglu. Eyjólfur er alls ekki sáttur við viðbrögð lögreglu. „Ef saklaus manneskja er lamin, er það ekki nóg til að málið sé skoðað? Hvað þarf þá til?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Trúverðugleiki í húfi

Trúverðugleiki í húfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“
Fyrir 2 dögum

Í hvað fara vegtollarnir?

Í hvað fara vegtollarnir?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mygla á Alþingi: „Það varð að skrapa allt húsið að innan“

Mygla á Alþingi: „Það varð að skrapa allt húsið að innan“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Anna María brotnaði saman á Þorláksmessu: „Þar sem ég sat við skrifborðið mitt byrjaði ég bara allt í einu að gráta“

Anna María brotnaði saman á Þorláksmessu: „Þar sem ég sat við skrifborðið mitt byrjaði ég bara allt í einu að gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stórfurðulegt mál á Ísafirði: Michael segist ekki hafa verið með sjálfum sér og rankaði við sér úti á hafi

Stórfurðulegt mál á Ísafirði: Michael segist ekki hafa verið með sjálfum sér og rankaði við sér úti á hafi