fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. september 2018 06:45

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag er pennanum beint að forkólfum verkalýðshreyfingarinnar sem eru sagðir fara mikinn í umræðum um kjaramál þessa dagana. Þessir sömu forkólfar séu aðeins með stuðning um tíunda hvers félaga í verkalýðshreyfingunni á bak við sig. Þeir eru sagðir horfa alfarið framhjá aðstæðum í atvinnulífinu og haldi því fram að mikið svigrúm sé til launahækkana.

„Þó ætti þeim að vera ljóst að svigrúmið til launahækkana er svo að segja ekkert og jafnvel minna en það, eins og umræður hafa sýnt og þrýstingur víða á hagræðingu og jafnvel uppsagnir. Ólíkt forkólfunum í verkalýðshreyfingunni skilur almenningur vel að miklar launahækkanir nú væru hættuspil.“

Segir í Staksteinum og því næst er vísað í nýja könnun sem Gallup gerði nýlega fyrir Samtök atvinnulífsins þar sem niðurstaðan hafi verið að í næstu kjarasamningum vilji mun fleiri leggja áherslu á að stuðlað verði að lágri verðbólgu með hófstilltum kjarasamningum frekar en verulegum launahækkunum.

„Forkólfarnir, sem láta eins og þeir tali í nafni almennings, hljóta að þurfa að taka tillit til sjónarmiða almennra launamanna en ekki aðeins sjálfra sín og lítils en háværs hóps stuðningsmanna sinna. Þeir voru ekki kosnir (af tíunda hverjum félagsmanni) til að valda hér kollsteypum með óábyrgum málflutningi. Lýðræðishallinn í verkalýðshreyfingunni er áhyggjuefni, en hann má ekki verða þjóðarmein.“

Segja Staksteinar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“