fbpx
Fréttir

Hafþór Júlíus barðist við aðra fjárfesta um að kaupa eigin íbúð á nauðungarsölu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. september 2018 13:45

Kraftlyftingamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson, oft kallaður Fjallið, keypti í vikunni eigin íbúð í Kópavogi á uppboði. Íbúðin var sett á nauðungarsölu að ósk fyrrverandi sambýliskonu hans sem liður í fjárhagslegu uppgjöri þeirra í kjölfar sambandsslitanna. Þau keyptu eignina í september 2016 og var  Hafþór skráður fyrir 80% hlut í fasteigninni, 150 fermetra parhúsi í Kópavogi, en hans fyrrverandi 20%. Nauðungarsölunni lauk eins og áður segir með því að Hafþór keypti íbúðina fyrir 66,7 milljónir króna eftir samkeppni við aðra fjárfesta. Stundin greinir frá þessu.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum kærði sambýliskonan fyrrverandi Hafþór fyrir frelsissviptingu árið 2017. Um svipað leyti stigu þrjár konur fram í Fréttablaðinu og lýstu  líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans. Meðal annars barnsmóðir Hafþórs. Í tengslum við umfjöllunina sagði Hafþór að fréttaflutningur af málinu yrði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“ Í frétt Stundarinnar staðfestir lögfræðingur Hafþórs að engin kæra hafi enn verið lögð fram.

Í DV í dag kom fram að Hafþór giftist á dögunum unnustu sinni, hinni kanadísku Kelsey Henson. Líkt og DV greindi frá í dag þá undirrituðu hjónin samning sem meðal annars innihélt ákvæði um ásakanir og varnir gegn þeim. Þá var umrædd íbúð auk annarra eigna Hafþórs skráð sem séreign hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Stúlkurnar fundnar
Fréttir
Í gær

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112
Fréttir
Í gær

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“
Fréttir
Í gær

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“
Fréttir
Í gær

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri