fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Þjófagengi í Byko – Veittist að starfsmanni

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson og Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 20. september 2018 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjófagengi var gómað í Byko við Skemmuveg í Kópavogi á þriðjudaginn. Að sögn heimildarmanns DV var starfsmanni ógnað þegar hann stóð einn þjófinn að verki við að taka þjófavörn af skóm.

Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, segir í samtali við DV að málið sé í rannsókn. „Samkvæmt lýsingu þá var komið að tveimur mönnum sem voru að stela inni í búðinni, voru að taka segul af skóm. Það er talað um að þeir hafi ráðist að þeim og hlaupið svo í burtu. Byko mun svo senda á okkur myndbandsupptökur og málið er í rannsókn,“ segir Heimir.

Sigurður Pálsson hjá Byko segir atburði sem þessa daglegt brauð.

„Þetta var eins og gerist í mörgum verslunum, þjófnaður og hann sýndi ógnandi tilburði. Það var svo sem ekki neitt meira það, ég get ekki séð að þetta sé nokkur frétt. Þetta er eitthvað sem gerist í öllum búðum, alla daga.“

Aðspurður hvort starfsmaður Byko hafi slasast svarar Sigurður neitandi.

„Þarna var þjófnaðargengi, fimm talsins. Starfsmaður hjá okkur kemur að honum og hann sýnir ógnandi tilburði. Þegar slíkt gerist hjá okkur fer ákveðin atburðarás í gang, öryggisstjóri og öryggisverðir mættu og leysa upp stöðuna áður en í óefni fór. Þeim var síðan vísað út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust
Fréttir
Í gær

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hannes fékk dularfullt símtal: Sagðist búa í Reykjavík – Þessu verður þú að gæta þín á!

Hannes fékk dularfullt símtal: Sagðist búa í Reykjavík – Þessu verður þú að gæta þín á!