fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þetta getur gerst ef þú keyrir mjög þreytt/ur – „Það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svefn og þreyta er fjórða algengast orsök banaslysa í umferðinni hér á landi. Rannsóknir sýna að það er þrisvar sinnum líklegra að slys vegna þreytu valdi dauðsfalli eða örkumlun heldur en hraðakstur þar sem sofandi ökumaður bregst ekki við aðstæðum.

Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir í samtali við DV að erlendar rannsóknir sýni að þreyta sé valdur að 20% allra umferðarslysa. „Þetta eru slys sem verða vegna þess að ökumaður bregst ekki við þannig að alvarleiki slysanna er mjög mikill.“ Fjöldi slysa sem tilkynnt eru til VÍS ár hvert þar sem ökumaður sofnar undir stýri skipta tugum. Slysin eru yfirleitt mjög alvarleg þar sem þau enda oftar en ekki með útafakstri eða framanákeyrslu. „Ef þú ert á 90 kílómetra hraða þá ertu ekki nema 3-4 sekúndur að fara 100 metra, það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað. Það er talað um að syfjaður ökumaður geti verið jafn hættulegur og ölvaður ökumaður.“

Eru slys af þessu tagi algengari í dreifbýli?

„Banaslys þar sem svefn hefur áhrif eru algengari í dreifbýli. Maður getur mjög vel ímyndað sér að þessi mjög einhæfi akstur í dreifbýli geri það að verkum að það eru meiri líkur að maður sofni heldur en í þéttbýli.“

Það er lykilatriði að ökumenn séu úthvíldir. Farþegar þurfa að vera meðvitaðir um að halda ökumanni félagsskap eða skipta við hann. Ef enginn er til að skipta við ökumanninn, tökum þá 15 mínútna kríu ef svefn sækir að.

Hér fyrir neðan má sjá afleiðingar slysa þar sem ökumaðurinn var þreyttur undir stýri:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus