fbpx
Fréttir

Salóme brugðið: „Ég fæ betur borgað fyrir að afgreiða bjórglas en að sinna börnum á viðkvæmum aldri“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 16:00

„Manneklan er svo mikil á leikskólum höfuðborgarsvæðisins að ég fékk starfið þrátt fyrir að ég gæti aðeins ráðið mig yfir sumartímann og kæmi ekki aftur í haust. Ég er í námi við landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og fer í skiptinám til Prag næsta vetur.“

Þetta segir Salóme Rósa Þorkelsdóttir, sumarstarfsmaður á leikskóla og félagi í Eflingu. Að undanförnu hafa fjölmargar sögur birst í átakinu Fólkið í Eflingu. Á heimasíðu átaksins er bent á að í Eflingu séu um 27 þúsund félagar sem vinni mikilvæg störf í íslensku samfélagi en oft á lágum launum.

Skemmtilegra að vera með börnum

Salóme segist hafa langað til að vinna með börnum og þess vegna hafi hún sótt um vinnu á leikskóla.

„Í staðinn fyrir að þjóna á veitingahúsi eða bar eins og ég geri venjulega þá langaði mig virkilega frekar að vera með börnum. Að vera með börnum er auðvitað miklu skemmtilegra starf en það er líka mjög krefjandi, og hérna í þessum leikskóla erum við með mörg börn sem erum með mismunandi tungumálabakgrunn og þurfa meiri athygli þess vegna.“ segir Salóme og bætir við að eitt hafi komið henni sérstaklega á óvart þegar hún byrjaði.

„Í sambandi við kaupið kom það mér verulega á óvart að barvinnan borgar betur. Ég vissi alltaf að leikskólastarfsmenn fá ekki hátt kaup, en svona svakalega lágt hafði mér ekki dottið til hugar. Ég fæ betur borgað fyrir að afgreiða bjórglas en að sinna börnum á viðkvæmum aldri sem tengjast mér og þurfa á mér að halda. Ég veit ekki hvernig fólk lifir á þessu kaupi? Ég er ein og held ekki heimili, en miðað við verðlagið í dag, þá er þetta kaup ekki raunhæft,“ segir Salóme sem gefur Reykjavíkurborg nokkur ráð til að gera starfið ef til vill meira hvetjandi.

Gefur borginni skotheld ráð

„Reykjavíkurborg gæti í það minnsta útvegað sínu láglaunafólki kort í strætó og sund, gjaldfrían aðgang að þjónustu borgarinnar. Við þurfum að vinna hjá borginni í eitt ár áður en við fáum frítt í sund og okkur er upp á lagt að skrifa undir skriflegan samning ef við ætlum að þiggja samgöngustyrk upp á sex þúsund krónur. Í þeim samningi lofum við að taka strætó eða ganga í vinnuna fjórum sinnum í viku og fáum styrkinn. Það dugar ekki fyrir mínum í strætóferðum, ég tek strætó oft á dag. Annað, mjög skrýtið, þá fékk ég menningarkort um daginn, sem er flott, en hvernig á það að nýtast mér? Ég fer á hverjum degi í strætó, en hversu oft fer maður eiginlega á listasöfn?““

Hægt er að sjá fleiri sögur á Facebook-síðu átaksins og á heimasíðu þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna
Fréttir
Í gær

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“
Fréttir
Í gær

Kolbrún húðskammar dónana – „Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra“

Kolbrún húðskammar dónana – „Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra“
Fréttir
Í gær

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví segist hata miðaldra karla: „Hata ég þá sjálfan mig?“

Björn Leví segist hata miðaldra karla: „Hata ég þá sjálfan mig?“