fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Lést eftir fall í Byko – „Þetta var hræðilegt slys“


Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Banaslys varð þegar karlmaður féll af þaki Bykó á Skemmuvegi þann 13. ágúst síðastliðinn. Vinnueftirlitið og lögreglan eru með málið nú til rannsóknar. Maðurinn var að störfum á þaki verslunarinnar fyrir ofan pípulagningardeild hennar þegar slysið átti sér stað. Fasteignafélagið Smáragarður var að láta vinna við að laga þak verslunarinnar en starfsmaðurinn var á vegum undirverktaka, fyrirtækis sem heitir ÞB verktakar.

Maðurinn sem er af erlendu bergi brotinn var með lífsmarki eftir fallið. Sjúkraflutningamenn, lögregla og vinnueftirlitið komu á staðinn. Var maðurinn fluttur í skyndi á spítala og lést hann af áverkum sínum um tveimur vikum síðar.

DV ræddi við Kristin Tómasson hjá Vinnueftirlitinu sem staðfesti að slysið hefði átt sér stað og maðurinn hafi látist í kjölfarið.

„Við höfum verið að rannsaka þetta. Andlátið var óvænt,“ segir Kristinn og bætir við: „Ég held að þeir á vettvangi hafi ekki búist við að þetta væri svo alvarlegt heilsutjón sem það var.“

DV ræddi við Guðmund Halldór Jónsson, stjórnarformann Smáragarðs sem segir slysið bæði sorglegt og hræðilegt.

„Það var þarna slys og Vinnueftirlitið kom og tók skýrslu og þetta er til rannsóknar hjá opinberum aðilum núna. Þetta er hræðilegt slys.  Ég hef svo sem ekki meira um það að segja nema að þetta var undirverktaki hjá okkur að laga þakið. Starfsmaður ÞB verktaka lenti í þessu slysi og þetta er hræðilegt slys.“

Eins og áður segir er málið enn til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar