fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Borðar þú lakkrís? Helga segir að þá sért þú í vondum málum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. september 2018 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum fengið nokkur tilfelli inn á gjörgæsludeid Landspítala þar sem fólk er í mjög krítísku ástandi vegna háþrýstings og breytinga á kalíumgildi í blóði sem lakkrís hefur hrundið af stað.“ Þetta segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlafræðingur. Hún hefur rannsakað áhrif lakkrís á heilsuna og telur mikla hættu af lakkrísáti.

Læknablaðið fjallar um hádegisfund sem Helga Ágústa hélt á dögunum um hættuna vegna lakkrísáts. „Vandamálið er að lakkrís er settur í svo margar matvörur í dag að fólk áttar sig ekki á því. Flestir læknar gera sér fulla grein fyrir hættunum sem fylgja neyslu lakkrís, hækkun blóðþrýstings og lækkun kalíums í blóði. Lakkrís í miklu magni getur orðið lífshættulegur og það skiptir meira máli í dag þegar hann er kominn í alla skapaða hluti. Drykkir, eftirréttir, mjólkurvörur, annað hvert súkkulaðistykki, hálstöflur, hóstamixtúrur, dökkur bjór, te, allt er þetta til með lakkrísbragði og þannig mætti áfram telja,” segir Helga Ágústa.

Hún segir lakkrís geti hækkað blóðþrýsting talvert. „Læknavísindin þekkja tilfelli þar sem lakkrís í dökkum bjór var ástæða innlagnar og einnig eru þekkt tilfelli þar sem lakkrísbragðbætt te var ástæða háþrýstings hjá sjúklingi. Það vantar töluvert uppá að fólk sé meðvitað um þetta og rannsóknin sem ég gerði er líklega fyrsta skammtaháða rannsóknin á lakkrísneyslu og þar kom greinilega í ljós að skammtarnir skipta máli. Einnig kom glöggt í ljós að þeir sem eru með hækkaðan blóðþrýsting fyrir, hækka miklu meira við að borða lakkrís en aðrir. Það er því enn mikilvægara fyrir fólk að gæta að sér ef það er með hækkaðan blóðþrýsting,“ segir Helga Ágústa.

Hún segir að einungis 50 grömm af lakkrís á dagi geti haft áhrif. „Þetta svarar til um það bil einnar lakkrísrúllu á dag. Og margir borða miklu meira en þetta af lakkrís á hverjum degi. Við höfum fengið nokkur tilfelli inn á gjörgæsludeild Landspítala þar sem fólk er í mjög krítísku ástandi vegna lakkrístengds háþrýstings og breytingum á kalíumgildi í blóði. Kalíumbúskapur blóðsins er mjög viðkvæmur og glugginn sem mannslíkamanum er eðlilegur er þröngur bæði til hækkunar og lækkunar og veldur hjartsláttartruflunum sem geta verið lífshættulegar. Við höfum séð mörg slík tilfelli þar sem lakkrísát er orsökin fyrir alvarlega lækkuðu kalíum í blóði. Þetta er mjög alvarlegt ástand þar sem ekki er hægt að leiðrétta hjartsláttartruflanirnar fyrr en búið er að leiðrétta kalíumið. Stundum næst þetta ekki og fólk hefur dáið vegna hjartsláttartruflana og mikils kalíumskorts,“ segir Helga

Hún segir enn fremur að lakkrísneysla minni stundum á reykingar eða áfengisneyslu. „Það er tilhneiging hjá fólki að draga úr magninu þegar maður spyr hversu mikinn lakkrís það borðar. Maður þarf stundum að spyrja oft áður en réttar upplýsingar fást. En ástæðan getur líka verið sú að fólk gerir sér ekki grein fyrir magninu því það veit hreinlega ekki að lakkrís er í ísnum, sælgætinu eða teinu. Þess vegna er full ástæða til að vekja fólk til umhugsunar um þetta. Það gildir um þetta eins og margt annað sem er gott, að það er í lagi í litlu magni og með nokkuð löngu millibili,“ segir Helga Ágústa.

Hún segir að lakkrís geti jafnvel verið ávanabindandi: „Það hefur aldrei verið rannsakað en þeim sem þykir lakkrís góður segja gjarnan að þeir séu háðir honum og magnið sem sumir láta ofan í sig gæti bent til þess.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“