fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Mjólkursamsalan svarar Jóni og segir íslensku jógúrtina miklu hollari en sælgæti og gos

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. september 2018 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslensk jógúrt er með minna af sykri en kók. Það gleymist oft að taka tillit til náttúrulegs sykurs í mjólk til frádráttar sem samkvæmt t.d. WHO hefur ekki sömu áhrif,“ segir Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni og andmælir fullyrðingum Jóns Magnússonar um sykurmagn og óhollustu mjólkurafurða.

Eins og kom fram í frétt okkar fyrr í dag fer Jón Magnússon lögmaður hörðum orðum um sykurmagn í jógúrt og skrifaði meðal annars í bloggpistli eftirfarandi:

„Foreldrar sem troða jógúrt ofan í börnin sín vita sjaldnast að oftar en ekki er um stórskaðlega næringu að ræða með litlu næringargildi.“

Jón vísar til breskrar könnunar um sykurmagn í vinsælum tegundum af jógúrt. Segir hann jógúrtina ranglega vera talda heilsuvöru þegar hún er í raun næringarlítil sykurbomba. Síðan skrifar Jón:

„Hætt er við að við sláum jafnvel Breta út hvað varðar ofboðssykrun mjólkurvara. Væri ekki ráð, að kanna þetta hér á landi með sama hætti og í Bretlandi,“ segir Jón sem bætir við að lokum: „Það er út af einhverju, sem við erum orðin feitasta þjóð í Evrópu og þar kemur fleira til en ofboðssykruð jógúrt.“

Sykurinn er mestur í sætindum og gosi – mjólkurvörurnar miklu hollari

Sunna vekur athygli DV á ummælum sem hún setti inn undir bloggpistli Jóns Magnússonar um þessi mál. Segir Sunna að Mjólkursamsalan hafi minnkað sykurmagn í vörum sínum auk þess sem hún bendir á ýmsa hollustu sem sé að finna í mjólkurafurðum. Pistill Sunnu er svohljóðandi:

Íslenskt jógúrt er með minna af sykri en kók. Það gleymist oft að taka tillit til náttúrulegs sykurs í mjólk til frádráttar sem samkvæmt td. WHO hefur ekki sömu áhrif.

Drykkir, kökur og kex ásamt sælgæti er þaðan sem ca.77% af viðbættum sykri landsmanna kemur samkvæmt rannsóknum Embættis landlæknis og Matvælastofnunar. Aðeins 6% kemur úr mjólk og mjólkurvörum.

Fyrir utan þessi atriði er svo gott að hafa það í huga að í mjólkurvörum er næring á borð við prótein ofl. sem gott og hollt er að neyta. Hefðbundin bragðbætt jógúrt inniheldur t.d. 85-90% mjólk og er því öflugur vítamín- og steinefnagjafi. Í gosinu og sælgætinu er ekkert slíkt.

Um 92% af allri mjólk á Íslandi fara í vörur án viðbætts sykurs eða sætuefna.

Mjólkursamsalan hefur minnkað sykur í vörum sínum, í einstökum vörum um allt að 30% frá árinu 2012 en auk þess skilgreint vörur sem eftirrétti þar sem á við til að gera neytendum auðveldara að velja vörur við hæfi. Er á stefnu fyrirtækisins að gera enn betur í þeim efnum í nánustu framtíð og hefur fyrirtækið sett markmið í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“