fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Jón vekur athygli á lygilegu sykurmagni í jógúrti – „Það er út af einhverju sem við erum orðin feitasta þjóð í Evrópu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. september 2018 14:50

„Foreldrar sem troða jógúrt ofan í börnin sín vita sjaldnast um að oftar en ekki er um stórskaðlega næringu að ræða með litlu næringargildi,“ segir Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður.

Jón skrifar pistil á bloggsíðu sína þar sem hann vitnar til könnunar í Bretlandi um sykurmagn í vinsælum tegundum af jógúrti sem einkum eiga að höfða til barna.

Í rannsókninni kemur fram að í aðeins tveimur tegundum af rúmlega hundrað sem skoðaðar voru sé sykurinnihald tiltölulega lítið, eða minna en 5 prósent af innihaldinu. Að meðaltali inniheldur hver einasta jógúrt 10,8 grömm af sykri í hverjum hundrað grömmum. Þetta er meira magn en er að finna í vinsælum sykruðum gosdrykkjum. Þannig má finna 10 grömm af sykri í 100 ml. af Coca Cola.

„Kóka Kóla er ekki talið til hollustuvara og er það ekki. Sykurmagn í Kóka Kóla er himinhátt. Jógúrt er aftur á móti talið til hollustuvara, en allt of fáir vita að sykurmagn í jógúrt er iðulega hærra en í Kóka Kóla,“ segir Jón.

Í umfjöllun Mail Online, sem fjallaði um rannsóknina í Bretlandi, kemur fram að bresk heilbrigðisyfirvöld líti meðal annars á sykraðar mjólkurvörur þegar kemur að baráttunni gegn offitu. Hafa þau beint þeim tilmælum til framleiðenda að sykurinnihald verði minnkað um 20 prósent fyrir árið 2020.

Bernadette Moore, doktor við School of Food Science and Nutrition í Leeds á Englandi, segir að hrein og ósæt jógúrt sé holl og góð fæða fyrir börn og fullorðna – stútfull af prótíni og kalki. En um leið og jógúrtin sé bragðbætt, til dæmis með sykri og bragðefnum, falli hollustugildið.

„Það er litið á jógurt sem heilsuvöru mun frekar en ávaxtasafa og sykraða gosdrykki, en staðreyndir úr könnuninni sýna að jógúrtin er iðulega sýnu verst,“ segir Jón og bætir við að hér á landi séu sykraðar mjólkurvörur afar vinsælar.

„Hætt er við að við sláum jafnvel Breta út hvað varðar ofboðssykrun mjólkurvara. Væri ekki ráð, að kanna þetta hér á landi með sama hætti og í Bretlandi,“ segir Jón sem bætir við að lokum: „Það er út af einhverju, sem við erum orðin feitasta þjóð í Evrópu og þar kemur fleira til en ofboðssykruð jógúrt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu
Fréttir
Í gær

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“
Fyrir 3 dögum

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“