fbpx
Fréttir

Grænmetisæta fékk áfall eftir að hafa óvart borðað pylsu í IKEA: „Hræðileg lífsreynsla“

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 19:00

Hin 22 ára gamla Fern Jackson varð fyrir miklu áfalli í verslun IKEA í Bretlandi eftir að hafa borðað pylsu. Fern sem aldrei hefur borðað kjöt áður stóð í þeirri meiningu að hún væri að borða grænmetispylsu varð að eigin sögn veik í tvo daga eftir atvikið og upplifði mikið andlegt áfall.

Breski vefurinn Unilad fjallar ítarlega um málið þar sem fram kemur að forsvarsmenn IKEA í Bretlandi hafi beðið Fern afsökunar og viðurkennt mistök. „Ég pantaði grænmetispylsu á veitingastaðnum og þegar hún kom leit hún út eins og sú pylsan sem ég hafði bent á. Ég setti tómatsósu á pylsuna og tók bita, þá áttaði ég mig á því að ekki var allt með felldu,“ sagði Fern.

„Ég var svo reið, þetta er í fyrsta sinn sem kjöt fer inn fyrir mínar varir. Ég hef aldrei borðað kjöt eða fisk. Meira að segja mamma mín var grænmetisæta þegar hún gekk með mig,“ sagði Fern sem hefur óskað eftir því við IKEA að það verði tryggt að atvik sem þessi geti ekki komið fyrir aftur.

Hún segir bitann hafa haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu. „Líkaminn minn er ekki vanur kjöti svo hann sýndi mikil viðbrögð í heila tvo daga. Ég var í andlegu áfalli eftir þetta. Mér hefur aldrei hugast það að borða eitthvað sem hefur verið á lífi þannig að þetta var hræðileg lífsreynsla,“ sagði Fern.

Hér má sjá pylsuna sem Fern ætlaði að borða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Stúlkurnar fundnar
Fréttir
Í gær

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112
Fréttir
Í gær

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“
Fréttir
Í gær

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“
Fréttir
Í gær

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri