fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Tvö þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni í dag

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 18. september 2018 18:12

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum tímanum í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá neyðarsendi innst í botni Leirufjarðar. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út og tók á loft frá Reykjavík klukkan 13:40. Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru einnig kallaðar út sem og Gunnar Friðriksson, björgunarskip á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. TF-GNA var komin í Leirufjörð eftir um klukkustundar flug frá Reykjavík og áhöfn þyrlunnar hófst þegar handa við að finna neyðarsendinn sem sagður var tilheyra göngumanni. Eftir stutta leit kom áhöfn þyrlunnar auga á manninn. Hann var tekinn um borð í þyrluna og flogið með hann á Ísafjörð. Hann var kaldur en í góðu ástandi að öðru leyti.

Fyrr í dag var TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna banaslyss í hlíðum Kirkjufells. Áhöfn þyrlunnar flaug vestur ásamt fimm sérhæfðum fjallabjörgunarmönnum. Lögreglan á Vesturlandi rannsakar tildrög slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi