fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Siggi hakkari sakaður um að hafa falsað bréfið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. september 2018 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AP-fréttastofan greindi í gær frá nýjum leka frá Wikileaks-samtökunum og meðal helstu tíðinda úr þeim leka er að Julian Assange, aðalritstjóri Wikileaks, hafi beðið vin sinn um að sækja um vegabréfsáritun til Rússlands í nóvember 2010. Þá var Assange eftirlýstur af sænskum yfirvöldum vegna meintrar nauðgunar.

Wikileaks svöruðu fyrir þessar fréttir á Twitter og fullyrtu að Assange hafi aldrei sótt um slíka vegabréfsáritun. Það er fullyrt að Siggi hakkari, Sigurður Ingi Þórðarsson, hafi falsað þessi gögn. Wikileaks segir að Sigurður hafi síðan verið dæmdur í fangelsi fyrir að þykjast vera Assange, svikamyllur og barnaníð.

Wikileaks fullyrðir enn fremur að Sigurður hafi dreift þessum sömu gögnum til fjölmiðla á Norðurlöndum fyrir fjölda ára og þá hafi þau ekki verið talin traustsins verð. Sigurður hlaut þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu piltum árið 2015. Sigurður komst í kastljós fjölmiðla vegna tengsla við Wikileaks og var sakaður um þjófnað frá samtökunum. Þá var hann bandarísku alríkislögreglunni, FBI, innan handar og gaf henni upplýsingar um Wikileaks.

Sigurður Ingi gengur nú laus og starfar núna sem framkvæmdastjóri félags sem rekið er á Reykjavíkurflugvelli, eins og kom fram í umfjöllun DV fyrir skömmu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri