fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fréttir

Seldi sendiherrabústaðinn í New York á 470 milljónir til að spara – Hefur greitt 160 milljónir í leigu síðan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 07:00

Frá New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 ákvað utanríkisráðuneytið að selja sendiherrabústaðinn í New York til að mæta niðurskurði og reyna að finna hagkvæmara húsnæði og fá mismun sem færi beint í ríkissjóð. Húsið var selt á 470 milljónir en enn hefur nýr sendiherrabústaður ekki verið keyptur. Ráðuneytið hefur leigt bústað fyrir sendiherrann síðan og í fyrra voru 1,8 milljónir greiddar í leigu á mánuði.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að frá 2009 hafi utanríkisráðuneytið greitt 160 milljónir í leigu fyrir sendiherrabústað í New York. Það saxast því á upphæðina sem var losað um við söluna á sendiherrabústaðnum 2009. Allt frá því að hann var seldur hefur verið heimild í fjárlögum til að kaupa nýjan en það hefur ekki enn verið gert. Í svari frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ekki hafi fundist hentugt húsnæði á ásættanlegu verði og því hafi verið leigt fram að þessu.

Það er fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sem býr í sendiherrabústaðnum en hann hefur stöðu sendiherra. Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum hefur aðsetur í Washington D.C.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að nokkrum sinnum hafi komið til skoðunar að kaupa nýtt húsnæði en leiga hafi alltaf þótt betri kostur. Það fylgir þó leigunni að ákveðna festu vantar því húsnæðið sem sendiherrann hefur nú er þriðja íbúðin síðan selt var 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?
Fréttir
Í gær

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“