fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Minnsta árshækkun íbúðaverðs í sjö ár

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 18. september 2018 17:55

Reykjavik cityscape in Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,1% í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands og hefur hækkað um 4,1% undanfarna 12 mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðarlánasjóði en áfram hægir á verðhækkunum íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Í júlí mældist árshækkun íbúðaverðs 5,2%. 12 mánaða hækkunartaktur íbúðaverðs nú er sá minnsti í rúmlega sjö ár eða frá því í maí 2011.

Verð fjölbýlis var óbreytt milli mánaða í ágúst en sérbýli lækkaði í verði um 0,3%. Fjölbýli hefur hækkað um 3,2% í verði á undanförnu ári en sérbýli um 6,0%.

Samkvæmt þessu hefur raunvirði íbúðaverð aðeins hækkað um 1,4% undanfarna 12 mánuði ef vísitala íbúðaverðs er borin saman við vísitölu neysluverðs. Um talsverða breytingu á þróun raunverðs er að ræða og hefur sú breyting átt sér stað á skömmum tíma. Til samanburðar þá mældist árshækkun íbúðaverðs að raunvirði 21,5%. Þrátt fyrir að hægt hafi á verðhækkunum er raunverð íbúða enn hátt í sögulegu samhengi eða um 4% hærra en þegar það var hæst í síðustu uppsveiflu árið 2007.

Þrátt fyrir þetta er sala með ágætu móti en 728 kaupsamningum vegna íbúða var þinglýst í ágúst sem eru um 15% fleiri samningar en í júlí og 46% fleiri samningar en í ágúst í fyrra.

Undanfarna 12 mánuði, frá september 2017 til ágúst 2018, var hins vegar nokkurn veginn jafn mörgum kaupsamningum þinglýst eins og síðustu 12 mánuði þar á undan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“