fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fréttir

Hraðlyginn ökumaður – Maður handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 06:14

Ljósmynd: DV/Hanna

Ungur maður var handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti skömmu fyrir miðnætti í gær. Hann er grunaður um líkamsárás og brot á vopnalögum. Árásarþolinn  hlaut minniháttar meiðsl. Hinn handtekni var vistaður í fangageymslu.

Klukkan þrjú í nótt var akstur ökumanns stöðvaður í vesturhluta Reykjavíkur. Ökumaðurinn gaf lögreglumönnum ítrekað upp ranga kennitölu. Á endanum tókst þó að fá rétta kennitölu upp úr honum og kom þá í ljós að hann er sviptur ökuréttindum og var þetta ekki í fyrsta sinn sem hann braut gegn sviptingunni. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um innbrot í hús í Breiðholti. Þar hafði verið farið inn um glugga og áfengi stolið.

Á fyrsta tímanum í nótt var akstur ökumanns stöðvaður á Reykjanesbraut í Kópavogi. Ökumaðurinn reyndist vera án ökuréttinda og þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann er staðinn að akstri þrátt fyrir þetta. Hann er einnig grunaður um hylmingu en meint þýfi fannst í bifreið hans.

Einn ökumaður var handtekinn síðdegis í gær grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum og það ekki í fyrsta sinn.

Tveir ökumenn voru handteknir í Kópavogi í nótt grunaðir um ölvun við akstur. Annar þeirra neitaði að segja til nafns og var skilríkjalaus. Hann var því vistaður í fangageymslu þegar búið var að taka viðeigandi sýni úr honum. Bifreiðin, sem hann ók, reyndist ótryggð og því voru skráningarnúmerin tekin af henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“