fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Ormur fannst í auga kvenna á Íslandi – Viðbjóðsleg frásögn í Læknablaðinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. september 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta tölublaðið Læknablaðsins er vægast sagt mjög ógeðfelldum sjúkratilfelli hér á landi lýst. Tvær konur, önnur fædd í Afríku meðan hin hafði ferðast í sömu álfu, leituðu til læknis vegna óþæginda frá auga. Við nánari skoðun kom í ljós ormur hafði komið sér fyrir undir slímhúð augans. Í báðum tilvikum voru ormarnir 3 cm á lengd og 0,5 mm á bredd.

„Báðar konurnar höfðu einnig einkenni frá útlimum: endurteknar lotubundnar bólgur og kláða, og vöðvaverki. Greiningin var í báðum tilfellum lóasýki með Calabar-bólgum á útlimum og meðferð með albendazóli og díetýlcarbamazíni leiddi til lækningar. Aukinnar árvekni er þörf gagnvart sýkingum sem hafa verið sjaldgæfar í okkar heimshluta hingað til,“ segir í Læknablaðinu.

Báðum tilfellum er lýst í smá atriðum í Læknablaðinu og má enn fremur sjá myndband af orminum. „35 ára gömul kona frá Afríku leitaði til augnlæknis vegna óþæginda í auga. Hún hafði búið hér á landi í 6 ár, en hafði heimsótt fæðingarland sitt hálfu ári áður og dvalist þar í tvo mánuði. Að morgni komudags tók hún eftir því að eitthvað virtist hreyfast í hægra auganu. Um var að ræða fyrirbæri sem hreyfðist eftir yfirborði augans og sást með berum augum. Augnlæknirinn staðfesti kvörtun konunnar og sendi hana á augndeild, þar sem strax var leitað ráða hjá smitsjúkdómalækni,“ segir í Læknablaðinu.

Í þessu tilviki náðist myndbandsupptaka af orminum sem má sjá hér fyrir neðan.

Í hinu tilvikinu var um að ræða íslenska konu. „31 árs gömul íslensk kona, sem ári fyrr hafði ferðast um Afríku í fjóra mánuði, var send á augndeild vegna gruns um orm undir slímhúð hægra auga. Í Afríku hafði hún sýkst af hornhimnubólgu af völdum svepps (Aspergillus flavus) í vinstra auga og einnig af malaríu og hafði fengið viðeigandi meðferð við því. Auk þess hafði hún af og til haft vöðvaverki í læri og framhandlegg. Við skoðun sást ormurinn á mynd 2 spriklandi undir slímhúð augans. Að öðru leyti var augnskoðun án athugasemda. Í ljósi reynslunnar af tilfelli 1, þar sem ormurinn náðist ekki vegna þess hve fljótur hann var að koma sér undan, var op klippt án tafar í slímhúðina og náðist ormurinn lifandi. Hann var sendur á sýkla- og veirufræðideild þar sem hann var greindur sem fullorðinn Loa loa ormur,“ segir í Læknablaðinu.

Hvað fyrri konunna varðar þá fór allt á besta veg eftir viðeigandi meðferð: „Í tilfelli 1 gerðu einkenni ekki vart við sig eftir að meðferð lauk. Við eftirlit tveimur vikum eftir upphaf meðferðar sagði konan að sér hefði sjaldan liðið betur, því að húðútbrot, bólgur og kláði á útlimum voru horfin.“

Hvað íslensku konunna varðar þá gekk allt vel til að byrja með þar til grunur kom upp um að lifandi ormur væri undir húð hennar. „Í tilfelli 2 hafði konan verið einkennalaus í 7 mánuði eftir lok meðferðar, þegar hún hafði aftur samband vegna gruns um lifandi orm undir húð á handlegg. Þá var enn til staðar hækkun á rauðkyrningum í blóði og fékk konan þá aftur meðferð með albendazóli 200 mg tvisvar á dag í þrjár vikur. Skömmu síðar flutti hún af landi brott þar sem hún greindist rúmu ári síðar með sýkingu af völdum þráðormsins Strongyloides stercoralis. Eftir meðferð með ivermectin gengu einkenni, sem og hækkun á rauðkyrningum í blóði og IgE, til baka,“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“