fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Jóhannes biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hylmdi yfir barnaníð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. september 2018 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Johannes Gijsen, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á árunum 1996 til 2007, er sagður hafa hylmt yfir kynferðisbrot starfsmanna kirkjunnar. Hann er sjálfur sagður hafa brotið kynferðislega á tveimur drengjum.

RÚV greinir frá þessu og vitnar í hollenska blaðið NRC. Í úttekt blaðsins kemur fram að Johannes hafi ítrekað fært til prest í starfi sem vitað var að hafi brotið á börnum í Maastricht. Sá prestur hélt áfram að níðast á börnum. Johannes er sagður hafa fært annan prest í starfi en sá er sagður hafa brotið á altarisdreng. Hann er enn fremur sagður hafa vígt prest sem hlotið hafði dóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku.

Líkt og fyrr segir hefur Johannes sjálfur verið sakaður um kynferðisbrot en í hollenskum miðlum kom fram að kirkjuyfirvöld hafi vitað af því þegar hann tók við embætti biskups á Íslandi. Jóhannes lést árið 2013 og ári síðar staðfesti nefnd innan kirkjunnar að hann hafi brotið gegn tveimur drengjum.

Rannsóknarnefnd, sem skipuð var af kaþólsku kirkjunni á Íslandi, komst síðar að þeirri niðurstöðu að Jóhannes hafi hylmt yfir ásakanir um kynferðislegt ofbeldi séra Ágústs Georgs, skólastjóri Landakotsskóla og Margretar Muller, kennara við sama skóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala