fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Hallgrímur Helgason um #metoo: „Þetta á greinilega að verða löng vegferð“

Auður Ösp
Mánudaginn 17. september 2018 11:57

Hallgrímur Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason rithöfundur bendir á að fréttir morgunsins beri það varla í för með sér að #metoo herferðin hafi átt sér stað hér á landi. Kynferðislegt ofbeldi og misbeiting valds grasseri víða í samfélaginu og sjaldan þurfa gerendur að taka ábyrgð á brotunum.

„Enn einn mánudagsmorgunninn í #metoo-vegferðinni en óvenju athyglisverður.

Hollendingar segja okkur frá enn fleiri syndum fyrrum biskups og barnaníðings í Landakoti.

Á sama tíma er þess minnst að eitt ár frá því að upp komst að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hylmdu yfir með alræmdum barnaníðingi,“

ritar Hallgrímur í opinni færslu á facebooksíðu sinni.

Nú í morgun greindi DV frá því að Áslaug Thelma Einarsdóttir, eiginkona Einars Bárðarsonar og fyrrverandi forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, hefði í hyggju að leita réttar síns vegna uppsagnar hennar hjá Orku náttúrunnar á dögunum. Líkt og hefur komið fram þá telur hún uppsögn sína tengjast því að hún hafi bent á óviðeigandi framkomu fyrrverandi forstjóra félagsins, Bjarna Más Júlíussonar.

„Og svo stígur fram konan sem rekin var frá ON í liðinni viku og opinberar karlrembustjórn forstjóra OR,“

ritar Hallgrímur jafnframt og bendir á þrátt fyrir að öll þessi mál hafi komið upp á yfirborðið þá sé ennþá verið að hylma yfir brotin.

„Sá fyrsti í þessari upptalningu situr nú á sínum stað fyrir handan, hin tvö sitja enn sem ráðherrar í boði kvenfrelsisflokksins og sá þriðji á sínum stað í boði vinstrimeirihlutans í borgarstjórn,“

ritar Hallgrímur og bætir við að lokum að íslenska samfélagið eigi augljóslega langt í land hvað þessi mál varðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið