fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ferðamenn strandaglópar úti í Gróttu – Lygin kona og röng skráningarmerki

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. september 2018 06:39

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi þurftu björgunarsveitarmenn að ferja erlenda ferðamenn í land úr Gróttu. Fólkið hafði verið þar við norðurljósaskoðun en gætti ekki að sjávarföllum og komst ekki í land þegar flætt hafði að.

Á fyrsta tímanum í nótt var akstur konu stöðvaður í Kópavogi. Hún hafði engin skilríki meðferðis og gaf lögreglumönnum upp ranga kennitölu. Á endanum fékkst þó rétt kennitala upp úr henni og reyndist hún þá vera svipt ökuréttindum. Hún mun ítrekað hafa gefið upp ranga kennitölu. Konan var einnig kærð fyrir skjalafals því bifreiðin reyndist vera með stolin skráningarnúmer og því ótryggð en númerin höfðu verið tekin af samskonar bifreið sem er eins á litinn.

Um klukkan 20 var ofurölvi erlendur ferðamaður handtekinn við Alþingishúsið. Hann gat ekki gert grein fyrir sér né hvar hann heldur til hann var því vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru hanteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum og hafa áður verið stöðvaðir við akstur þrátt fyrir að vera sviptir ökuréttindum.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um ölvun við akstur.

Á níunda tímanum í gærkvöldi varð umferðarslys við Víðinesveg. Þar var bifreið ekið útaf veginum. Ökumaðurinn kvartaði undan eymslum í baki. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið og bifreið hans fjarlægð með dráttarbifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“