fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Unnar Þór sótti sér tannlæknaþjónustu í Ungverjalandi: „Þetta mun breyta lífi mínu“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. september 2018 12:00

Unnar Þór Sæmundsson er himinlifandi með nýja ungverska tanngarðinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta mun breyta lífi mínu, það er ekkert flóknara,“ segir Unnar Þór Sæmundsson tannlæknatúristi í samtali við DV. Undanfarna viku hefur Unnar Þór dvalið í góðu yfirlæti á sérstöku tannlæknahóteli í útjaðri Búdapest og sótt sér löngu tímabæra þjónustu. Ástæðan er sú að þjónustan er margfalt ódýrari en heima á Íslandi, að sögn Unnars. Hann segir að tannheilsu hans hafi hrakað mjög undanfarin ár og var í óefni komið. „Ég hafði vanrækt tennurnar í mér og má helst kenna peningaleysi um. Ég var einnig í óreglu um tíma og eftir að hafa lokið meðferð þá vaknaði ég upp við þann vonda draum að tennurnar voru illa farnar,“ segir Unnar Þór.

Var orðinn veikur vegna tannsýkinga

Hann var kominn með alvarlegar sýkingar og sá fram á rándýrar bráðabirgðaaðgerðir og síðan enn dýrari viðgerðir yfir langt tímabil hérlendis. „Ég var orðinn veikur út af sýkingunum og þurfti sýklalyf. Ég fór í eina stutta bráðabirgðaaðgerð hjá íslenskum tannlækni sem kostaði mig 40 þúsund og þá fór ég að velta öðrum möguleikum fyrir mér,“ segir Unnar Þór. Eftir leit á netinu fann hann Fedasz Dental og leist vel á. „Það var engin spurning í mínum huga að þetta var besti valkosturinn fyrir mig. Ég varð að bregðast við og þessar umfangsmiklu aðgerðir hefðu verið rúmlega helmingi dýrari á Íslandi og tekið mun lengri tíma. Að mínu mati er verð á tannlæknaþjónustu á Íslandi alltof hátt,“ segir Unnar Þór.

Tennur Unnars Þórs voru illa farnar.

Hann óttaðist ekki hryllingssögur um léleg gæði efna og að dýrt myndi reynast að gera við fúskið eftir ungversku tannlæknana. „Stór hluti íslenskra lækna er byrjaður að mennta sig hér ytra þannig að Íslendingar eru í vondum málum ef ungverska heilbrigðiskerfið er eitt allsherjar fúsk. Ungverjaland er eitt vinsælasta land heims þegar kemur að tannlæknatúrisma og stofan sem ég valdi mér er hlaðin lofi,“ segir Unnar Þór. Hann sendi myndir út til stofunnar og nokkru síðar pantaði hann sér flug út til Búdapest. „Ég fékk aðstoð við að fjármagna þetta frá vinum og ættingjum og verð þeim ævinlega þakklátur,“ segir Unnar Þór.

 

Fedasz Dental-hótelið í útjaðri Búdapest.

Eins og áður segir þá gistir hann á hóteli sem er í eigu sömu aðila og tannlæknastofan. „Þetta er mjög þægilegt og það var vel tekið á móti mér. Ég var skoðaður og síðan fékk ég nákvæma áætlun yfir það sem þyrfti að gera og heildarkostnað. Alls er ég að borga 5.000 evrur (um 650 þúsund krónur) fyrir fjórar rótarfylltar tennur, þar af þrjár með þremur rótum, sjö fyllingar og aðrar lagfæringar, eina fjarlægða tönn og sex krónur á framtennur. Að auki var innifalin mjög vönduð tannhvíttun og einhver umfangsmesta tannhreinsun sem ég hef upplifað. Þá var hótelgisting með morgunverði innifalin auk ferðalagsins til og frá flugvelli,“ segir Unnar Þór. Hann fullyrðir að kostnaðurinn við þessar aðgerðir á Íslandi myndi nálgast 1,5 milljónir króna.

„Mér líður ótrúlega vel hérna og það gildir líka þegar ég er í stólnum. Þeir eru ósparir á deyfingarnar og ég kenni mér einskis meins. Þjónustan er rosaleg góð og nákvæmlega farið eftir dagskránni. Ég hef yfirleitt mætt í einn tíma á dag síðan ég mætti, um klukkustund á dag, en lengsti tíminn tók reyndar tæpar fjórar klukkustundir. Ég hef því nógan frítíma til að skoða mig um í Búdapest og hvílast,“ segir Unnar Þór.

Hægt er að fylgjast með seinustu dögum Unnars á tannlæknahótelinu í Búdapest á Snapchat-reikningi hans, unnartho. Þá verður nánar fjallað um tannlæknatúrisma á DV.is á næstu dögum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis