fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Brynjar hefur orðið fyrir aðkasti femínista á Ölstofunni: „Við eigum að sýna mildi, kærleika og fyrirgefa”

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 16. september 2018 11:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tvisvar orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna, bæði skiptin áttu sér stað á Ölstofu Kormáks og Skjaldar á Vegamótastíg. Í bæði skiptin heyrði hann að um hafi verið að ræða mjög harða femínista. Í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV ræðir hann meðal annars um skoðanir sínar og er spurður um álit sitt á #metoo-byltingunni.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

 Hefur þú orðið fyrir aðkasti vegna skoðana þinna?

„Það eru tvö dæmi af Ölstofunni. Í bæði skiptin heyrði maður að þar voru á ferð mjög harðir femínistar, konur. Í fyrra skiptið var hellt yfir mig úr glasi fyrirvaralaust. Í seinna skiptið var þess krafist að ég færi af staðnum, ég væri svo vondur maður. Ég fæ iðulega ekki svona viðbrögð þegar ég fer út á meðal fólks, margir koma og segja mér að þeir séu ósammála mér en sáttir við mig að öðru leyti. Enn fleiri koma og hrósa mér.“

Eigum að sýna mildi

Hvað finnst þér um #metoo-byltinguna í vetur?

„Það er mjög gott að menn fari yfir það hvernig bæta megi samskipti fólks, tíðarandinn er auðvitað mismunandi. En eins og í öllum öðrum byltingum þá tekur ofstækið yfir, þá er hægt að hengja menn með því að segja að þeir hafi gert eitthvað fyrir 30 árum, enginn var kærður og enginn getur varið sig. Það samræmist illa reglum réttarríkisins. Þeir sem brjóta af sér eru kærðir og það fer rétta leið, þú bíður ekki í mörg ár og ferð svo með það í fjölmiðla til að dæma menn og útskúfa. Það finnst mér ekki góð þróun.“

Brynjar tekur oft upp hanskann fyrir fólk sem hann telur að geti ekki varið sig í umræðunni. „Eins og með þennan leikara, skulum ekki nefna hann á nafn hér, hvernig ætli líf hans sé? Hvernig ætli honum líði? Ég þekki manninn ekki neitt, hef aldrei hitt hann, en ég tek hanskann upp fyrir þannig fólk en aðallega fyrir réttarríkið. Það er ofstækið sem er hættulegt. Við eigum að sýna mildi, kærleika og fyrirgefa. Ég er ekki að réttlæta það sem hann gerði, við eigum bara að fyrirgefa eða að minnsta kosti gefa mönnum kost á endurkomu í samfélagið. Það er eina leiðin til að lifa saman í sæmilega siðuðu samfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“