fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fréttir

Ungur drengur hætt kominn í rúllustiga í Kringlunni: Skórinn festist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. september 2018 11:38

Mynd: Berglind Haðardóttir Diego

Rétt fyrir helgi átti það atvik sér stað í Kringlunni að ungur drengur festi annan fótinn í rúllustiga. Var hann hætt kominn en honum vildi til happs að skórinn var óreimaður og gat hann smeygt sér úr honum. Rúllustigar geta verið hættulegir og erlendis hafa orðið banaslys í þeim.

Berglind Haðardóttir Diego starfar í Kringlunni og tók hún meðfylgjandi ljósmyndir af vettvangi sem sýna skó og sokk drengsins fasta í stiganum. Hún lýsir atvikinu svo fyrir blaðamanni DV:

„Ég heyrði skrýtið hljóð í stiganum og svo mikinn hvell. Fer að stiganum og þar er drengur um 8-9 ára ásamt mömmu sinni, berfættur á öðrum fætinum. Hann hafði verið að setja fótinn upp við burstann, sem er við jaðar stigans. Svo hafði stiginn gripið í skóinn og byrjað að þrengja að. Þar sem skórinn var ekki með reimum þá tókst honum að fara úr honum. Sem betur fer.“

Mynd: Berglind Haðardóttir Diego

Í flestum rúllustigum eru burstakantar til hliðanna til að mynda hljóð og snertingu fyrir þann sem stendur í þrepinu. En þessir burstar geta skapað hættu því þeir draga að sér athygli barna, eins og Berglind segir:

Ég hef orðið vör við það að krökkum finnast þessir burstar eitthvað heillandi og vilja „pússa“ skóna sína en þetta er ekkert grín.

„Það eru svo margir sem hugsa ekki út í hvað þessir stigar geta verið hættulegir,“ segir Berglind og ráðleggur foreldrum að hafa börn sín fyrir framan sig í stiganum:

„Þá getur þú alltaf brugðist við með því að kippa eða grípa í barnið ef þú sérð hvað í stefnir.“

Mynd: Berglind Haðardóttir Diego

Ýmislegt ber að varast í rúllustigum

Þó að skóreimar hafi ekki komið við sögu í þessu óhappi er eindregið varað við því að fara með lausar reimar í rúllustiga því þær geta auðveldlega festst. Mikilvægt er að aldrei fara á móti áttinni sem stiginn stefnir í. Þá er mikilvægt að leyfa börnum aldrei að leika sér í rúllustigum, þeir eru engin leiktæki og slíkt getur skapað hættu.

Vinnueftirlitið hefur gefið út leiðbeiningar um umgengni við rúllustiga, sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir leita tveggja manna

Björgunarsveitir leita tveggja manna
Fréttir
Í gær

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“
Fréttir
Í gær

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“
Fréttir
Í gær

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni Ben segir bótaþega hafa fengið meira en aðrir þjóðfélagshópar

Bjarni Ben segir bótaþega hafa fengið meira en aðrir þjóðfélagshópar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti: Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri

Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti: Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri