fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hrafnhildur nær ekki endum saman -„Þetta eru svo miklir djöfulsins fjötrar“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 15. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Guðmundsdóttir ellilífeyrisþegi er búsett í Danmörku og hefur gert það síðastliðinn áratug. Hún flutti út þegar hún var 65 ára með eiginmanni sínum og í samtali við DV gagnrýnir hún að þrátt fyrir að skattkerfið á Norðurlöndum sé samræmt þá njóti hún ekki góðs af þeim kjörum, líkt og ef hún byggi á Íslandi.

„Nú fara kjarasamningar að nálgast og minnihlutahópar virðast alltaf gleymast, við þessi ómerkilegu gömlu, því það er ómögulegt að vera ellilífeyrisþegi og búa einn erlendis,“ segir Hrafnhildur, sem kann vel við sig í landinu og hælir heilbrigðisþjónustunni, en segir drauminn um að eyða ellinni þar vera þyrnum stráðan.

Að sögn Hrafnhildar lifir hún á núllinu í hverjum mánuði eftir greiðslu reikninga, rétt á milli tíu til tuttugu þúsund í góðum mánuði, og segist þurfa að gera það út líf sitt. Hún hefur reynt allt og segir stöðu mála hafa alvarleg áhrif á hennar líðan, og ekki bætti úr skák þegar eiginmaður hennar féll frá. Hún fær enga heimilisuppbót frá Tryggingastofnun þar sem hún er búsett erlendis og fær ekkert frá danska ríkinu.

„Þetta er þjófnaður,“ segir Hrafnhildur. „Eftir skatt fæ ég útborgaðar 230.794 krónur, frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðnum og greiðslustofu lífeyrissjóða, og á þessu á ég að lifa góðu lífi.“

Hrafnhildur segir óheppni vera vægt til orða tekið í hennar tilfelli, en það er grunnur þeirra svara sem hún hefur fengið þegar hún hefur spurst fyrir um þessa kerfisgloppu. Þegar Hrafnhildur komst í samband við Félag eldri borgara fékk hún þær upplýsingar að hátt í 1.100 Íslendingar fengju ekki heimilisuppbótina. En hver eru svörin frá danska ríkinu?

„Svörin sem ég fæ eru að ég hafi verið of gömul þegar ég flutti og ég sem eldri borgari hefði þurft að flytja áður, þó ekki nema nokkrum mánuðum áður, jafnvel tveimur vikum ef þannig hefði hitt á. En af því að ég flutti viku áður en ég varð 65 ára voru þeir búnir að loka mánuðinum í kerfinu og ég komst ekki þar inn og fæ ekki eina einustu krónu. Hefði ég flutt einni viku fyrr þá hefði ég fengið eitthvað meira úr þessu. Þetta eru svo miklir djöfulsins fjötrar.“

Þegar Hrafnhildur hafði samband við velferðarráðuneytið batnaði líðan hennar ekkert. „Mér var sagt að ekkert væri hægt að gera, að mér hefði einfaldlega verið nær að búa á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu