fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Panamaprins ákærður fyrir skjalafals: Skilaði inn fölsuðu flugskírteini

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. september 2018 08:57

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram ákæru á hendur Hilmari Ágústi Hilmarssyni, flug- og athafnamanni, fyrir skjalafals. Er Hilmar sakaður um að hafa lagt fram falsað afrit af hæfnisprófi fyrir Bombardier-flugvél af gerðinni BD-700 þegar hann sótti um endurútgáfu á flugliðaskírteini sínu fyrir slíka vél í september 2015. Ákæruvaldið telur að Hilmar hafi ekki lokið tilskildu upprifjunarnámskeiði hjá samþykktu þjálfunarfyrirtæki. Þess í stað hafi hann breytt skýrslu um hæfnispróf á aðra tegund flugvéla, Bombardier CL604/605, sem hann hafði sannarlega lokið. Þannig leit út fyrir að um væri að ræða hæfnispróf fyrir BD-700. Ekki tókst að birta Hilmari Ágústi ákæruna og því var hún auglýst í Lögbirtingablaðinu. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Með dæmda barnaníðinga í forsvari fyrirtækis

Á dögunum var Hilmar Ágúst miðdepillinn í farsakenndri umfjöllun DV um umsvif fyrirtækja hans á Reykjavíkurflugvelli. Hilmar Ágúst, sem búsettur er  í Sviss, hefur ekki verið mjög áberandi í íslensku samfélagi undanfarin ár. Af þeim sökum veittu fjölmiðlar því enga sérstaka athygli að nafn hans kom við sögu þegar Panamaskjölin voru gerð opinber. Þar var hann meðal þeirra Íslendinga sem skráðir voru fyrir aflandsfélögum á Cayman-eyjum í Karíbahafinu. Félög Hilmars sem þar komu fram voru Avijet Limited og Global Fuel Limited.

Hilmar Ágúst Hilmarsson

Annað þessara félaga, Global Fuel, er skráð með lögheimili í Skýli 1 á Reykjavíkurflugvelli en fasteignin er í eigu Hilmars Ágústs í gegnum félagið Bjargfast ehf. Þar eru einnig önnur félög í eigu Hilmars Ágúst skráð með lögheimili. Meðal annars Heimflug, BIRK Invest, ACE FBO og Ace Handling. Í áðurnefndri umfjöllun DV kom fram að hinn margdæmdi barnaníðingur, Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, er skráður sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri síðan í maí síðastliðnum. Einn annar einstaklingur situr í stjórn Ace Handling, Robert Tomasz Czarny, sem einnig er dæmdur barnaníðingur. Í umfjölluninni kom fram að Hilmar Ágúst hefði ráðið Sigurð Inga vegna þess að hann hefði vorkennt honum. Þegar Hilmar Ágúst var spurður hvort hann vissi að varamaður Sigurðar í stjórn félagsins væri dæmdur barnaníðingur, sagðist Hilmar ekki hafa vitað af því. „Nei, ég vissi það ekki, þetta er vinur hans Sigga,“ sagði Hilmar og hló.

Þá vakti sérstaka athygli að í Skýli 1 er einnig sértrúarsöfnuður með afmarkað tilbeiðslusvæði, Postulakirkjan Beth-Shekhinah. Sá er veitir söfnuðinum forstöðu er kung-fu presturinn Dan Sommer. Sommer hefur áður verið til umfjöllunar hjá DV í tengslum við Sigga hakkara. Hann var sálgæslumaður hans meðan Siggi afplánaði dóma sína og sá um tilskilda samfélagsþjónustu hans þegar hann var látinn laus úr fangelsi. Fram kom að Sommer og söfnuður hans fengu afnot af Skýli 1 í skiptum fyrir ólaunaða vinnu og ráðgjöf við öryggisstörf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stekkjarstaur á Grænlandi: Hrókurinn og Kalak færðu öllum börnum í Kulusuk jólagjafir – Myndasyrpa

Stekkjarstaur á Grænlandi: Hrókurinn og Kalak færðu öllum börnum í Kulusuk jólagjafir – Myndasyrpa
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni
Fyrir 2 dögum
Skák og mát
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sóli Hólm ósáttur: Gert grín að slysi bróður hans

Sóli Hólm ósáttur: Gert grín að slysi bróður hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“