fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Ingu var brugðið: „Þarna voru fátækir sem sorgmæddir og hrópuðu að okkur ókvæðisorðum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. september 2018 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var nánast úti á þekju við messuna, var alltaf að hugsa um þau,“ segir Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, um fólkið sem safnaðist saman við Austurvöll á þriðjudag þegar Alþingi var sett.

Inga segir frá upplifun sinni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún segir að blendnar tilfinningar hafi bærst í henni þegar hún gekk skrefin á milli Alþingishússins og Dómkirkjunnar.

Aðdáunarverð en á sama tíma fjandsamleg

„Að venju að mér skilst, voru hávær köll samlanda okkar sem í raun tóku alla athyglina á þessari stuttu göngu. Pirringur og reiði einkenndi allt þeirra fas og framkomu. Ég velti því fyrir mér hvað þau væru í raun aðdáunarverð um leið og mér fannst þau óþægileg og fjandsamleg gagnvart okkur. Orðin sem flæddu frá þeim hef ég ekki eftir hér. Af hverju ætli þeim líði það illa að allt sem heitir kurteisi og lágmarks virðing fyrir þessari hátíðlegu athöfn var á bak og burt,“ segir Inga og bætir við að hún hafi leitt hugann að þessu fólki við messuna.

„Ég tók þó eftir því að presturinn nefndi aldrei þjóðarskömmina fátækt og skattlagningu hennar. Þegar guðsþjónustunni lauk gengum við sömu leið til baka. Þau voru þarna enn, biðu eftir okkur til að ausa úr skálum reiði sinnar. Þingheimur allur sem þjóðin hafði valið í lýðræðislegum kosningum tæpu ári áður, var greinilega ekki hátt skrifaður. Þarna voru fátækir sem sorgmæddir og hrópuðu að okkur ókvæðisorðum,“ segir Inga.

Vill gera fólkið stolt

Inga segir að það hljóti að vera skylda alþingismanna að samsama sig þjóðinni, þakka traustið.

„Við eigum að byggja bjarta og örugga framtíð í gjöfula, ríka landinu okkar. Við eigum að virða án mismununar. Það ætti að vera metnaður okkar allra að uppskera hvatningu og bros þegar við göngum fylktu liði til Dómkirkjunnar á  þingsetningardegi. Setjum fólkið í fyrsta sæti. Gerum það stolt af okkur. Sýnum að þau geti treyst okkur. Sýnum að við berjumst fyrir fyrir alla en ekki bara suma.“

Biðlar til kollega sinna

Inga víkur svo orðum sínum að fjárlagafrumvarpinu sem hún virðist ekki vera parhrifin af, segir það vonbrigði og ekki forgangsraða í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda.

„Fjármálaráðherra segir að staðan hafi aldrei verið betri, skuldir heimilanna aldrei verið minni og vanskil í lágmarki. Hann gleymdi að vísu að nefna að 10.000 fjölskyldur hefðu verið sviptar heimilum sínum í kjölfar hrunsins. Varla eru þau í vanskilum eða hvað. Sennilega fæstir úr þessum hópi sem fá greiðslumat. Nei, þetta eru þeir sem þurfa að leigja á græðgisvæddum okurleigumarkaðnum,“ segir Inga sem biðlar að lokum til kollega sinna á Alþingi.

„Tökum saman höndum hvar í flokki sem við stöndum og vinnum af heilindum fyrir alla. Setjum fólkið í fyrsta sæti og uppskerum bjartsýni og bros að launum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik