fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Darin lét lífið á hroðalegan hátt á Íslandi: „Líklega munum við aldrei vita hvað raunverulega gerðist“

Auður Ösp
Föstudaginn 14. september 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er búið að vera hörmulegt. Einkasonur okkar,sem við elskuðum svo heitt dó í öðru landi,“ segir Tammy Goettemoeller í samtali við DV. Tammy er móðir Darin Maverick Goodman, 25 ára pilts sem lét lífið á hroðalegan hátt á Íslandi í lok júní síðastliðnum.

DV greindi upphaflega frá málinu en Darin fannst látinn eftir að hafa fallið fram af þaki á byggingu í miðborg Reykjavíkur þann 30.júní síðastliðinn.

Samkvæmt heimildum DV voru engin vitni að fallinu. Vegfar­end­ur heyrðu dynk og sáu í kjölfarið Darin liggja slasaðan á jörðinni.

Darin var fluttur með hraði á Landspítalann en úrskurðaður látinn skömmu síðar. Fram kom í frétt DV að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu færi með rannsókn málsins og að ekki væri vitað um tildrög andlátsins og hvað Darin var að aðhafast uppi á þakinu.

Darin og Emily ásamt móður sinni, Tammy.

Þann 31.ágúst síðastliðinn birti lögreglan ljósmyndir af upptökum úr öryggismyndavélum og óskaði eftir að ná tali af fólkinu á myndunum í tengslum við rannsókn málsins. Fram kom að fólkið átti í samskiptum við Darin fyrr um kvöldið og gætu mögulega sagt til um  um málsatvik áður en slysið átti sér stað.

Fram kom á vef Fréttablaðsins þann 31.ágúst síðastliðinn að lítið hefði miðað í rannsókn málsins. Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu sagði að ekki væri talið að neitt saknæmt hefði átt sér stað en þó hefði enn ekki tekist að upplýsa málið, sem væri rannsakað sem slys. Engin vitni voru að atvikinu.

„Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það.“

Hvers mann hugljúfi

Darin ólst upp í Bowling Green borg í Ohio fylki, hjá foreldrum sínum þeim Kevin og Tammy. Hann var fyrirmynd yngri systur sinnar Emily og sýndi henni mikla væntumþykju og hlýju.

Á minningarsíðu sem komið var á fót í kjölfar andlátsins segir meðal annars að Darin „verði ætíð minnst sem ungs drengs sem hafi vaxið úr grasi og orðið hvers mann hugljúfi.“

Í samtali við DV segir Tammy að ekkert hafi undirbúið fjölskylduna undir þessar fréttir.

„Darin var svo yndislegur og hjartahlýr. Hann átti vini út um allan heim. Hann var sérstaklega hrifinn af Suður Ameríku og menningunni þar. Hann talaði oft um það hvað það væri mikil fátækt á meðal íbúanna og hvað hann hann lifði góðu lífi miðað við þau.“

Darin ásamt fjölskyldu sinni á útskriftardaginn.

Darin var afburðanemandi og lauk háskólanámi í efnaverkfræði með ágætiseinkunn. Hann starfaði við fagið en hans aðalástríða í lífinu voru þó ferðalög. Hann var hreinlega sólginn í að uppgvötva nýja staði.

„Hann átti sér þann draum að safna nógu miklum pening til að geta hætt í vinnunni og eytt einu eða tveimur árum í að flakka um heiminn. Hann óttaðist ekkert og var hálfgerður flakkari í eðli sínu. Seinustu ár heimsótti hann alls 14 lönd og 29 fylki í Bandaríkjunum. Hann elskaði útivist, náttúruna, ævintýri og að læra nýja hluti um heiminn í kringum sig. Hann eignaðist ótal vini á ferðalögum sínum og var í stöðugu sambandi við þá í gegnum samfélagsmiðla.

Við eigum ennþá eftir að fá svör við ótal spurningum. Líklega munum við aldrei vita hvað raunverulega gerðist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað