fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Fréttir

Þetta er „dónalegi“ framkvæmdastjórinn sem Einar Bárðarson skrifaði um: Rekinn vegna óviðeigandi hegðunar

Hjálmar Friðriksson og Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið frá störfum sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en þar segir að starfslokin tengist tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi.

„Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað á fundi sínum um miðjan dag í gær að binda enda á ráðningu Bjarna sem hefur þegar látið af störfum.

Þórður Ásmundsson hefur verið ráðinn til að gegna starfi framkvæmdastjóra til bráðabirgða. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.

Einar Bárðarson, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, skrifaði færslu sem vakti mikla athygli í gær en hún varðaði framkvæmdastjóra sem hafði sýnt af sér dónalega hegðun. Framkvæmdastjórinn sem Einar skrifaði um er títtnefndur Bjarni Már.

Samkvæmt upplýsingum frá Orku náttúrunnar þá átti Einar Bárðarson fund með forsvarsmönnum félagins í gærmorgun þar sem hann greindi frá hegðun Bjarna. Strax þann sama dag, um þrjúleytið, var Bjarni Már boðaður á fund og í kjölfar þess hafi honum verið vikið frá störfum.

DV gerði tilraun til að ná tali af Bjarna Má en að sögn aðstandenda var hann „upptekinn“.

Færsla Einars Bárðarssonar í heild sinni:

Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ?

Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð. Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.

Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? eða var það bara eitthvað PR dæmi ?

Mynduð þið sætta ykkur við það að hafa svona forstjóra í vinnu ?

Hvað mynduð þið gera ef að hann væri að vinna fyrir ykkur ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“
Fréttir
Í gær

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi
Fréttir
Í gær

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“