Fréttir

Ólíklegt að íslensku bankarnir komi að fjármögnun WOW air

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 05:14

Ljósmynd: DV/Hanna

Mjög ólíklegt er talið að Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn komi að fjármögnun WOW air. Forsvarsmenn flugfélagsins hafa leitað liðsinnis bankanna til að tryggja að lágmark yfirstandandi skuldabréfaútboðs náist en það nemur sem svarar um 5,5 milljörðum íslenskra króna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segir að stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinni nú hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til að taka þátt í skuldabréfaútboðinu. Fossar markaðir, sem hafa verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða á skráðum hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi á undanförnum árum, eru sagðir koma meira að þessari vinnu núna.

Vonir WOW air eru sagðar vera að á morgun, föstudag, takist að ljúka skuldabréfaútboðinu og að jafnvel takist að afla meira fés en þeirra 5,5 milljarða sem rætt hefur verið um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Óttast aukna heróínneyslu á Íslandi: „Í raun verið að búa til þennan grunn“

Óttast aukna heróínneyslu á Íslandi: „Í raun verið að búa til þennan grunn“
Fréttir
Í gær

Með sterkari tilfinningu fyrir gosi í Kötlu en áður – Dýpri skjálftar og meiri jökulfýla

Með sterkari tilfinningu fyrir gosi í Kötlu en áður – Dýpri skjálftar og meiri jökulfýla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“