Fréttir

Myndband: LeBron James drakk stórt staup af Tequila fyrir góðan málstað

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 20:30

LeBron James, besti körfuboltamaður í heimi undanfarinn áratug, var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni ásamt bandaríska leikaranum Channing Tatum. Í þættinum tókst þeim félögum að safna 100 þúsund dollurum fyrir gott málefni með því að leysa nokkrar laufléttar þrautir. Sjáðu myndband af raunum þeirra James og Tatum hér að neðan.

Það var verslunarkeðjan Walmart sem gaf peningana en þeir munu renna til grunnskóla sem James stofnaði í heimabæ sínum Akron, Ohio. Skóli sem er ætlaður börnum sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir.

Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan voru þrautirnar nokkuð áhugaverðar en James þurfti meðal annars að drekka staup af Tequila án þess að nota hendur. Þá neyddist hann til þess að borða vanilluís með Tabasco sósu. Sjón er sögu ríkari.

Vel gert!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Óttast aukna heróínneyslu á Íslandi: „Í raun verið að búa til þennan grunn“

Óttast aukna heróínneyslu á Íslandi: „Í raun verið að búa til þennan grunn“
Fréttir
Í gær

Með sterkari tilfinningu fyrir gosi í Kötlu en áður – Dýpri skjálftar og meiri jökulfýla

Með sterkari tilfinningu fyrir gosi í Kötlu en áður – Dýpri skjálftar og meiri jökulfýla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“