Fréttir

Brynjar Níelsson segir gæsluvarðhald skárra en ræður stjórnarandstæðinga

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 11:24

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir lítið úr ræðum stjórnarandstæðinga í þinginu í færslu sem hann skrifar á Facebook í dag. Í færslunni sem vakið hefur töluverða athygli mælir hann með því að fólk hafi þurrkur við hendina ætli það sér að hlusta á ræðurnar á netinu. Brynjar segir þekkt að fólk fái blóðnasir úr leiðindum.

„Hugsa að það hefði verið heldur skárra að sitja í gæsluvarðhaldi í einangrun en að afplána ræður stjórnarandstæðinga í þinginu í gærkvöldi um stefnuræðu forsætisráðherra,“ segir Brynjar og bætir við: „Efast um að nokkur hafi skilið ræður Píratanna, ekki einu sinni þau sjálf.“

Brynjar segir ræðumenn Samfylkingarinnar hafa bætt met. „Ræðumenn Samfylkingarinnar slógu eigið Íslandsmet í lýðskrumi, tvískinnungi og útúrsnúningi. Eins mikið og mér finnst vænt um Flokk fólksins hefði verið gaman að heyra eitthvað nýtt þar. En auðvitað er góð vísa aldrei of oft kveðin,“ segir Brynjar.

Færsla Brynjars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Óttast aukna heróínneyslu á Íslandi: „Í raun verið að búa til þennan grunn“

Óttast aukna heróínneyslu á Íslandi: „Í raun verið að búa til þennan grunn“
Fréttir
Í gær

Með sterkari tilfinningu fyrir gosi í Kötlu en áður – Dýpri skjálftar og meiri jökulfýla

Með sterkari tilfinningu fyrir gosi í Kötlu en áður – Dýpri skjálftar og meiri jökulfýla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“