fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Einar ósáttur: Konan rekin en dónalegi framkvæmdastjórinn sem sendir dónapósta sleppur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. september 2018 18:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mynduð þið sætta ykkur við það að hafa svona forstjóra í vinnu?“ spyr Einar Bárðarson fyrrverandi umboðsmaður hinna ýmsu hljómsveita en starfar nú sem samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar. Einar varpar fram þessari spurningu á Facebook þar sem hann greinir frá því að hann hafi hitt ómerkilegan forstjóra sem leyfi framkvæmdastjóra sínum að komast upp með ömurlega kynferðislega áreitni á vinnustað. Einar segir:

„Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann.“

Einar segir að forstjórinn samþykki hegðun framkvæmdastjórans sem að sögn Einars sendi klámfengna tölvupósta á kvenkyns undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur og grýlur.“

Heldur Einar fram að skoðun framkvæmdastjórans sé sú að blikki konur yfirmanninn dugi það jafnvel til launahækkunar en önnur kona sem hafi lýst vanþóknun sinni á hegðun hans í opnu rými með öðru starfsfólki hafi gengið út. Skýringin af mati framkvæmdastjórans segir Einar vera þá að kona væri „bara alls ekki nógu gröð.“

Einar upplýsir að ein kona í fyrirtækinu hafi upplýst um hegðun framkvæmdastjórans og gert alvarlegar athugasemdir. Við því hafi verið brugðist með brottrekstri. Einar segir:

„Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri,“ segir Einar og heldur áfram:

„Mynduð þið sætta ykkur við það að hafa svona forstjóra í vinnu? Hvað mynduð þið gera ef að hann væri að vinna fyrir ykkur?“

Þá spyr Einar sem ekki upplýsir um hvaða fyrirtæki er að ræða: „Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“