fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Vígalegir lögreglumenn á Austurvelli: „Mér líður frekar eins og ég sé í návígi við hermenn“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. september 2018 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir af sérsveitarmönnum lögreglunnar við þingsetningu hafa vakið óhug meðal margra á Facebook en þó þeir virðast ekki vera vopnaðir þá er óhætt að segja að búningur þeirra sé vígalegur. Heiða B Heiðars, einn eiganda Stundarinnar, deildi myndum af lögreglumönnum og hafa margir deilt þeim á Facebook.

„Mér líður frekar eins og ég sé í návígi við hermenn en lögregluþjóna,“ skrifar Heiða og eru flestir sem tjá sig í athugasemdum við færsluna sammála henni. Heiða segir að lögreglumennirnir hafi ekki verið vopnaðir en þrátt fyrir það telur hún þetta varhugverða þróun. „Mér finnst ekkert að því að kaupa nýtt outfit á lögregluna. Kannski er þetta dress rosa mikið í tísku í lögguheiminum. En ég gat ekki betur séð en að þeir væru í skotheldum vestum. Sem er kannski líka bara allt í lagi. Mér brá samt smá og upplifði mig bara frekar óörugga nálægt lögreglumönnum sem litu út eins og hermenn,“ skrifar Heiða í athugasemd.

Fjölmiðlakonan Lára Hanna Einarsdóttir deilir færslunni og skrifar: „Mér er eiginlega orða vant. Lögregluþjónar eða hermenn? Þetta er nú bara setning Alþingis.“ Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, skrifar athugasemd og segir: „Hvaða rugl er nú þetta? Var að vona að við Íslendingar slyppum við svona hermennskuleiki.“

Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands ræðir myndir Heiðu innan Facebook-hóps flokksins. „Stjórnmálaflokkarnir hafa dregið nokkurn lærdóm af búsáhaldabyltingunni (og alls ekki þann að fara beri eftir vilja þjóðarinnar, eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslum). Eitt er að gera forystu flokkanna fjárhagslega sjálfstæða og óháða grasrót flokkanna með stórauknum fjárframlögum úr ríkissjóði. Annað er að vopna lögregluna til að fæla mótmælendur frá og mæta þeim af hörku ef þeir láta ekki segjast. Búsáhaldabyltingin náði mörgu í gegn á um níu mánaðar tímabili frá Hruni (ríkisstjórnin burt, yfirstjórn Seðlabanka og fjármálaeftirlits burt, þjóðfundur til endurskoðunar stjórnarskrár, sérstakur saksóknari í Hrunmálum, rannsóknarnefnd Alþingis). En gagnbyltingin náði að snúa stefnunni og vinda ofan af öllum sigrum búsáhaldabyltingarinnar. Og meira til, gagnbyltingin hefur fært völdin í samfélaginu enn lengra frá almenningu og tryggt betur völd auðvalds og elítu,“ segir Gunnar Smári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala