fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

54 milljóna króna tap á rekstri Frjálsrar fjölmiðlunar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. september 2018 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tap á rekstri Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og á m.a. netmiðlana dv.is, pressuna.is, eyjuna.is, bleikt.is og 433.is, nam 54,5 milljónum króna árið 2017.

Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Félagið tók við rekstri miðla sinna í september á síðasta ári. Karl Garðarsson framkvæmdastjóri félagsins segir að rekstrarumhverfi fjölmiðla hafi verið erfitt á liðnu ári og það sem af er þessu ári. Þar komi til mikil og hörð samkeppni, auk þess sem hallað hafi mjög á einkarekna fjölmiðla í samkeppni við RÚV, sem njóti mikils forskots, bæði á auglýsingamarkaði og hvað varðar fjárveitingu frá ríkinu. Því sé nauðsynlegt að fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til styrktar einkareknum fjölmiðlum nái jafnt til smærri sem stærri fjölmiðla. Aðeins þannig sé hægt að tryggja að sem flestar raddir heyrist í þjóðfélaginu. Lýðræðinu og tjáningarfrelsinu standi ógn af fákeppni á fjölmiðlamarkaði og því sé nauðsynlegt að jafnt sé gefið.

Áætlanir Frjálsrar fjölmiðlunar gera ráð fyrir að jafnvægi náist í rekstri félagsins fyrir árslok og segir Karl að flest bendi til þess að það markmið náist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“