fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Barnsfaðir á Norðurlandi ákærður fyrir hefndarklám: „Þú fokkaðir mér upp og mun rústa þér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. september 2018 16:31

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Norðurlandi fyrir blygðunarsemisbrot, ærumeiðingar og hótanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður. Meint brot áttu sér stað á árunum 2014 til 2015.

RÚV greinir frá þessu. Maðurinn er sakaður um að hafa birt mynd af konunni í ákveðnum Facebook-hóp, sem er ekki nefndur á nafn. Hann er sagður hafa birt þar nafn hennar, símanúmer og notendanafn hennar á Snapchat. Hann ku hafa tekið sérstaklega fram að hann ætti myndbönd af henni ef einhver hefði áhuga á því.

Maðurinn er auk þess sakaður um að hafa sent konunni samtals 16 ógnandi smáskilaboð, þar á meðal mynd af byssutösku. Með þeim skilaboðum fylgdi eftirfarandi textabútur: „Þú veist að þetta kemur með. Þú fokkaðir mér upp og mun rústa þér.“

Samkvæmt frétt RÚV er maðurinn enn fremur ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að senda henni smáskilaboð sem bæði móðguðu hana og smánuðu. Þingfesting átti að fara fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag en var frestað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“