Fréttir

Pétur hefur greitt sér 42 milljónir í arð út úr meðferðarheimili fyrir stúlkur í vanda

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 10:41

Pétur G. Broddason rekstraraðili meðferðarheimilisins að Laugalandi í Eyjafirði hefur greitt sér 42 milljónir króna í arð úr félaginu á síðustu árum. Meðferðarheimilið að Laugalandi er ætlað stúlkum á aldrinum 13 – 18 ára og þar dvelja að jafnaði sex til sjö stúlkur hverju sinni. Einu tekjur heimilisins koma úr ríkissjóði. Það er Fréttablaðið sem greindi frá þessu í morgun.

Pétur tók við rekstri meðferðarheimilisins þann 1. nóvember 2007. Á Laugaland fer fram sérhæfð meðferð fyrir stúlkur með alvarlega hegðunarröskun og stúlkur í vímuefnaneyslu.Pétur vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði svara. „Þú verður bara að spyrja Barnaverndarstofu að því. Ég rek fyrirtækið undir yfirstjórn hennar þannig að ég vísa því bara þangað. Allir ársreikningar mínir fara þangað,“ sagði Pétur.

Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra segir í samtali við Fréttablaðið að gott orð fari af úrræðinu á Laugalandi en segir óeðlilegt að verið sé að greiða arð út úr starfsemi sem þessari. „Það er ekki eðlilegt að menn séu að greiða sér háan arð úr svona fyrirtækjum. Það er ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum. Það er markmið ríkissjóðs að við veitum góð úrræði,“ sagði Ásmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestur með kalið typpi lögsækir fyrrverandi eiganda sinn – Krefst 11 milljóna í skaðabætur

Hestur með kalið typpi lögsækir fyrrverandi eiganda sinn – Krefst 11 milljóna í skaðabætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert lýsir hryllingi í hlaupi: „Ég kom að konu sem lá við hlið stígsins og emjaði úr sársauka“

Róbert lýsir hryllingi í hlaupi: „Ég kom að konu sem lá við hlið stígsins og emjaði úr sársauka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Morðingja hampað
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Spurning vikunnar: Á að kenna kristinfræði í grunnskólum?

Spurning vikunnar: Á að kenna kristinfræði í grunnskólum?
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðigangan í beinni

Gleðigangan í beinni