fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Pétur hefur greitt sér 42 milljónir í arð út úr meðferðarheimili fyrir stúlkur í vanda

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur G. Broddason rekstraraðili meðferðarheimilisins að Laugalandi í Eyjafirði hefur greitt sér 42 milljónir króna í arð úr félaginu á síðustu árum. Meðferðarheimilið að Laugalandi er ætlað stúlkum á aldrinum 13 – 18 ára og þar dvelja að jafnaði sex til sjö stúlkur hverju sinni. Einu tekjur heimilisins koma úr ríkissjóði. Það er Fréttablaðið sem greindi frá þessu í morgun.

Pétur tók við rekstri meðferðarheimilisins þann 1. nóvember 2007. Á Laugaland fer fram sérhæfð meðferð fyrir stúlkur með alvarlega hegðunarröskun og stúlkur í vímuefnaneyslu.Pétur vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði svara. „Þú verður bara að spyrja Barnaverndarstofu að því. Ég rek fyrirtækið undir yfirstjórn hennar þannig að ég vísa því bara þangað. Allir ársreikningar mínir fara þangað,“ sagði Pétur.

Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra segir í samtali við Fréttablaðið að gott orð fari af úrræðinu á Laugalandi en segir óeðlilegt að verið sé að greiða arð út úr starfsemi sem þessari. „Það er ekki eðlilegt að menn séu að greiða sér háan arð úr svona fyrirtækjum. Það er ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum. Það er markmið ríkissjóðs að við veitum góð úrræði,“ sagði Ásmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“