fbpx
Föstudagur 15.febrúar 2019
Fréttir

Femínistar segja auglýsingu Happdrætti Háskólans gera grín að kynferðisbroti – „Er ekki í fokking lagi?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing á vegum Happdrætti Háskóla Íslands fer verulega fyrir brjóstið á femínistum. Hún er fordæmd af meðlimum Femínistaspjallsins og sögð gera grín að kynferðisbroti. Auglýsingunni var fyrst deilt innan Facebook-hópsins Markaðsnördar en svo virðist sem um sé að ræða auglýsingu sem sé dreift í hús. Á hverja auglýsingu hefur verið heftaður smokkur og það segir sig sjálft að gataður smokkur er ekki til mikils gagns. Á smokknum sjálfum stendur: „Fjölgum heppnum Íslendingum“.

Femínistar telja að með þessu sé gert lítið úr því kynferðisbroti að vísvitandi nota ónýtar getnaðarvarnir með grunlausri manneskju. „Er ekki í fokking lagi?,“ segir ein kona á meðan önnur kveðst einfaldlega orðlaus yfir dómgreindarleysinu.

Einn ungur maður spyr í þræðinum hvort þetta sé ekki bara saklaust grín. Undir það tekur enginn innan Femínistaspjallsins „Mér finnst ekkert mjög fyndið að ýjað sé að því að barna ætti konur gegn þeirra vitund. Viðbót: … og vilja þar sem þær eru væntanlega að sofa hjá með smokk því þær vilji ekki verða ófrískar,“ svarar ein kona honum.

Annar meðlimur tekur þátt í umræðunum og segir ekkert fyndið við auglýsinguna. „Ekkert fyndið við það að nota smokk sem er gat á án þess að konan viti af því. Þau hefðu getað farið svo margar aðrar leiðir í þessu en fóru þessa.“

Ungi maðurinn reyndi að malda í móinn og taldi að enginn myndi láta sér detta í hug að nota hinn gataða smokk. Var honum svarað með eftirfarandi rökum: „Það kemur því bara ekki við hvort að einhver sé að fara nota þennan smokk. Auðvitað er ekki verið að selja þetta, þetta lítur út fyrir að vera eitthvað sem er í dreifingu frítt, mögulegu inn um pósthólfið. Og persónulega þá veit ég um nokkra einstaklinga sem gætu mögulega notað þennan smokk því það er svo fokking fyndið. Síðan er líka hægt að benda á það að þetta snýst ekki endilega um smokkinn heldur um það að grínið er að ríða konu með gataðan smokk til að gera hana ólétta án þess að hún viti af því. Það er bara nákvæmlega ekkert fyndið við það og er svo mikið brot á persónu að ég á ekki orð yfir þessu.“

Óskað var eftir viðbrögðum frá Happdrætti Háskóla Íslands. Ekki var brugðist við því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hatari segist hafa ráðið Margréti Friðriksdóttur sem kynningarfullrúa

Hatari segist hafa ráðið Margréti Friðriksdóttur sem kynningarfullrúa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mosfellsbær styður kukl: Borgaði fyrir að auglýsa transheilun, stjörnuheilun, reiki, miðlun og tarotspilum

Mosfellsbær styður kukl: Borgaði fyrir að auglýsa transheilun, stjörnuheilun, reiki, miðlun og tarotspilum