Fréttir

Dramatík í innanlandsflugi til Egilsstaða: „Búið að drepa á öðrum hreyflinum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 15:53

Vél Air Iceland Connect á leið til Egilsstaða var snúið við nú á fjórða tímanum og lenti á Reykjavíkurflugvelli. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar og fyrrverandi fréttamaður, var í fluginu og segir hann að flugið hafi verið dramatískt á Twitter.

„Innanlandsflug til Egilsstaða að breytast í dramatík. Búið að drepa á öðrum hreyflinum og vélinni snúið við til Reykjavíkur. Allir léttir. Nokkuð harkaleg lending en allir heilir á húfi. Fór betur en áhorfðist,“ skrifar Jón Júlíus.

Vísir greinir frá því að mikill viðbúnaður væri á Reykjavíkurflugvelli vegna málsins. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að vélinni hafi verið snúið við vegna bilunar.

RÚV greinir frá því að 40 farþegar og fjögurra manna áhöfn hafi verið um borð. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir í samtali við RÚV að annar hreyfill flugvélarinnar hafi bilað stuttu eftir flugtak. Flugstjórinn hafi því ákveðið að slökkva á hreyflinum og snúa aftur til Reykjavíkur.

Uppfært kl. 16:14

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á Facebook að vinna viðbragðsaðilar hafi gengið vel. „Flugvél Air Iceland Connect var snúið aftur til Reykjavíkurflugvallar eftir flugtak á fjórða tímanum í dag eftir að reyks varð vart í vélinni og heppnaðist lendingin vel. Líklegt þykir að um vélarbilun hafi verið að ræða, en annar hreyfla vélarinnar mun hafa bilað. Fjörutíu og fjórir farþegar, auk áhafnar, voru um borð og sakaði þá ekki. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til og gekk vinna þeirra vel fyrir sig, samkvæmt viðbragðsáætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll. Eftir að vélin var lent var aðgerðin afboðuð kl. 15.36,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestur með kalið typpi lögsækir fyrrverandi eiganda sinn – Krefst 11 milljóna í skaðabætur

Hestur með kalið typpi lögsækir fyrrverandi eiganda sinn – Krefst 11 milljóna í skaðabætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert lýsir hryllingi í hlaupi: „Ég kom að konu sem lá við hlið stígsins og emjaði úr sársauka“

Róbert lýsir hryllingi í hlaupi: „Ég kom að konu sem lá við hlið stígsins og emjaði úr sársauka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Morðingja hampað
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Spurning vikunnar: Á að kenna kristinfræði í grunnskólum?

Spurning vikunnar: Á að kenna kristinfræði í grunnskólum?
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðigangan í beinni

Gleðigangan í beinni