fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Átta ára stúlka elt uppi og rassskellt í Garðabæ: „Bæjarbúar eru mjög skelkaðir“

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan dag í gær varð 8 ára dóttir Helgu Brynju Tómasdóttur, íbúa í Garðabæ fyrir því að ungur maður elti hana uppi og rassskellti. Stúlkan sem var á gangi með hundinn sinn um hverfið kom grátandi heim og var að sögn Helgu í miklu uppnámi. Helga sagði frá árásinni á Facebook-síðunni Garðabær-íbúar og biðlar til foreldra í bænum að vera á varðbergi.

„Hún var rölta um Akrarhverfið þegar hún mætir ungum dreng á aldrinum 15-17 ára. Drengurinn virtist eðlilegur en þegar að hann mætir henni og fer fram hjá þá rassskellir hann hana,“ segir Helga í samtali við DV.

Þegar stúlkan kom heim brotnaði hún saman. „Hún kemur heim og virðist vera í lagi, ég spyr hvernig var göngutúrinn og þá brotnar hún saman, fer að gráta og segir mér frá því hvað gerðist. Ég skoðaði hana strax og hún var rauð efir höggið. Það vekur hjá mér ugg að svona gerist á miðjum degi um há sumar,“ segir Helga.

Hún hafði samband við lögreglu sem gat lítið aðhafst í málinu. „Ég hringi strax í þjónustuver lögreglunnar sem tjáir mér að lítið sé hægt að gera þar sem töluverður tími er liðinn frá atburðinum. Í kjölfarið fer ég strax og skrifa færslu á Facebook-síðu Garðabæjar.“

Helga segir mikilvægt að bæjaryfirvöld bregðist við og setji upp eftirlitsmyndavélar í bæinn. „Bæjarbúar eru mjög skelkaðir og nú er umræðan orðin mjög sterk um eftirlitismyndavélar. Ég tel að það væri góð lausn. Þetta verður að leysa og myndavélar gætu upprætt þennan óskapnað,“ segir Helga að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri