fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Stebbi Hilmars vill heyra þína skoðun á listamannalaunum – Taktu þátt

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 15:50

Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður og söngvari í hljómsveitinni Sálin hans Jóns míns vinnur þessa dagana að því að skrifa BA ritgerð. Liður í þeirri vinnu er að kanna viðhorf almennings til listamannalauna. Hann biðlar nú til fólks að taka þátt í könnun og segja sína skoðun. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.

„Í gegnum árin hefur aldeilis ekki ríkt einhugur um listamannalaun og á hverju ári þyrlast rykið upp með tilheyrandi hnútuköstum og svigurmælum á báða bóga. Í þeim hríðum hallar ef til vill nokkuð á málstað almennings, því listamenn eru öflugur áhrifahópur og innan þeirra vébanda er að finna ritfimasta fólk landsins, eðli málsins samkvæmt,“ segir Stefán í samtali við Vísi en svara má könnuninni hér.

Árið 2018 voru til úthlutunar 1.600 mánaðarlaun, en samtals var sótt um 9.053 mánaðarlaun. Styrkþegar voru 369 og fengu úthlutað allt frá frá einum til 22 mánaðarlaunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af