Fréttir

Myndband: Reiddist við fólkið sem bjargaði hundinum hans úr sjóðheitum bíl

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 21:30

Samsett mynd

Það er iðulega tilefni til að gleðjast eða sýna þakklæti þegar vegfarendur gera manni stóran greiða, en það á ekki við í tilfelli þessa manns sem var ekki sáttur við fólkið sem bjargaði hundinum hans.

Atvikið átti sér stað í Surrey á Englandi um helgina. Hitinn var mikill, rúmar 35 gráður og því mjög heitt inni í bílum. Maðurinn skildi hundinn sinn eftir inni í bíl í rúmar tuttugu mínútur með smá rifu á glugganum. Vegfarendum leist ekki á blikuna og reyndu að leita að eigandanum án árangurs. Loks ákváðu þau að brjóta rúðuna til að ná hundinum út.

Þegar maðurinn kom aftur þremur klukkutímum síðar og sá rúðuna brotna, var hann ekki sáttur.

Breska dagblaðið Metro, sem greindi frá málinu, hefur auglýst eftir hundaeigandanum til að ná af honum viðtali. Haft var samband við lögreglu vegna málsins, lögregla mætti ekki á vettvang en tjáði viðstöddum í gegnum síma að láta eigandann fá hundinn og veita honum tiltal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestur með kalið typpi lögsækir fyrrverandi eiganda sinn – Krefst 11 milljóna í skaðabætur

Hestur með kalið typpi lögsækir fyrrverandi eiganda sinn – Krefst 11 milljóna í skaðabætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert lýsir hryllingi í hlaupi: „Ég kom að konu sem lá við hlið stígsins og emjaði úr sársauka“

Róbert lýsir hryllingi í hlaupi: „Ég kom að konu sem lá við hlið stígsins og emjaði úr sársauka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Morðingja hampað
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Spurning vikunnar: Á að kenna kristinfræði í grunnskólum?

Spurning vikunnar: Á að kenna kristinfræði í grunnskólum?
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðigangan í beinni

Gleðigangan í beinni