Fréttir

Kaffihús rukkaði ferðamenn 5.300 kr. fyrir tvo kaffibolla og tvær vatnsflöskur

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 20:30

Mynd/Getty

Ferðamaður er æfur eftir að kaffihús rukkaði hann andvirði 5.300 krónum fyrir tvo kaffibolla og tvær vatnsflöskur. Ferðamaðurinn, hinn 62 ára gamli Juan Carlos Bustamente, settist á Caffe Lavena við Markúsartorgið í Feneyjum um helgina og brá svo mikið við að sjá reikninginn að hann birti hann á samfélagsmiðlum.

Kaffibollinn var á 11,5 evrur og 250 ml vatnsflaskan á 10 evrur, gera það rúmar 5.300 íslenskar krónur í heild.

„Ég veit ekki hvað ykkur finnst en mér finnst of mikið að rukka 43 evrur fyrir tvo kaffibolla og tvær vatnsflöskur!,“ sagði Bustamente á Twitter.

Markúsartorgið í Feneyjum.

Talsmaður kaffihússins svaraði honum fullum hálsi og sagði ekki rukkað fyrir drykkina sjálfa, verið væri að rukka fyrir upplifunina. „Fólk hlustar ekki þegar við réttum þeim matseðilinn og segjum þeim að það kostar meira að sitja úti. Það pirrast bara ef við reynum að útskýra. Ef fólk vill bara kaffi þá er hægt að kaupa það á barnum fyrir 1,25 evru. Ef fólk vill sitja úti, njóta þess að hlusta á tónlistina og horfa á Markúsartorgið, þá rukkum við fyrir þá upplifun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestur með kalið typpi lögsækir fyrrverandi eiganda sinn – Krefst 11 milljóna í skaðabætur

Hestur með kalið typpi lögsækir fyrrverandi eiganda sinn – Krefst 11 milljóna í skaðabætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert lýsir hryllingi í hlaupi: „Ég kom að konu sem lá við hlið stígsins og emjaði úr sársauka“

Róbert lýsir hryllingi í hlaupi: „Ég kom að konu sem lá við hlið stígsins og emjaði úr sársauka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Morðingja hampað
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Spurning vikunnar: Á að kenna kristinfræði í grunnskólum?

Spurning vikunnar: Á að kenna kristinfræði í grunnskólum?
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðigangan í beinni

Gleðigangan í beinni