fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hanna María gagnrýnir niðurlægjandi og klúr skilaboð: „Ungur maður „match-ar“ við stúlku á Tinder og gefur í skyn að hann ætli að misnota hana.“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi alþingmaður Framsóknarflokksins, birtir á Facebook-síðu sinni klúr og dónaleg skilaboð sem hún segir að ung kona hafi fengið á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. Hún segir skilaboðin gott dæmi um hvers vegna það þurfi að byggja upp sjálfstraust ungra kvenna.

„Vitið þið hvað það er mikilvægt að byggja upp sjálfstraust ungra stúlkna? Nei í alvöru. Á tímum þar sem það getur aðeins tekið nokkur skilaboð í gegnum síma (Facebook, Snapchat, Instagram o.s.frv…) til að láta þær efast um ágæti sitt er ennþá mikilvægara að hjálpa þeim við að byggja upp sterka og heilbrigða sjálfsmynd. Hér að neðan má sjá skilaboð sem ung kona fékk frá karlmanni. Manni sem hún þekkir ekki neitt,“ skrifar Hanna María en umrædd skilaboð má sjá hér fyrir neðan.

Hanna María vísar í skilaboðin og bendir á þau geti haft mikil áhrif á fólk á mótunarárum. „Hann byrjar á að hrósa henni en þegar eitt lítið hrós er ekki nóg til að hún vilji sofa hjá honum snýst samtalið yfir í að niðurlægja hana. Þessi samskipti eru alls ekki þau verstu sem ég hef séð (læt fleiri fylgja með). Ég hef ekki lengur tölu á hversu margar sem ég þekki hafa lent í svipuðu eða hversu mörg svona skilaboð ég hef séð birt (sem mér finnst þó góð forvörn).  Það er hægt að henda fólki út af sínum miðlum, loka á þá, block á þau eða hundsa. En svona skilaboð geta samt setið eftir í huga einstaklings á mótunarárum. Og hvaða mynd gefur þetta af samskiptum kynjanna, hvert verður normið?,“ skrifar Hanna María.

Hún segir að ungar stúlkur eigi ekki að þurfa að borga fyrir friðhelgi með nektarmyndum. „Þið skuldið aldrei neinum aðgang að líkama ykkar. Hrós er ekki eitthvað sem þarf að borga fyrir. Dónaskapur er ekki eitthvað sem þið eigið að láta viðgangast í ykkar garð. Þið getið sett mörk í samskiptum við aðra, sbr. ef þín mörk eru ekki virt þá þarft þú ekki að hafa frekari samskipti við viðkomandi. Þú átt ekki að þurfa borga fyrir friðhelgi einkalífs þíns með myndum af líkama þínum eða á annan hátt. Svona skilaboð segja mér einnig að við verðum að búa til leið í kerfinu til að hægt sé að taka á slíkum málum. T.d. Þegar búið er að segja viðkomandi að hætta að hafa samband en það gerir ekkert gagn eða þegar eldri einstaklingar eru að biðja ólögráða börn um nektarmyndir,“ segir Hanna María.

Hér fyrir neðan má sjá skjáskotin auk athugasemda Hönnu Maríu

„Gott og gilt ef þú vilt hrósa einhverjum, en það þýðir ekki að viðkomandi skuldi þér neitt, síst af öllu kynlíf.“

„23 ára maður gefst ekki upp á samskiptum við 14 ára stúlku þrátt fyrir að hún biðji hann um að láta sig í friði.“

„Ung stúlka segist ekki hafa áhuga á að tala áfram við mann sem var með dónaskap við hana síðast þegar þau töluðu saman. Hann bregst við með því að niðurlægja hana og biðja hana um að drulla sér út úr lífi hans.“

„Ungur maður „match-ar“ við stúlku á Tinder og gefur í skyn að hann ætli að misnota hana.“

„Stúlka fær ekki frið fyrir manni á Snapchat. Hann lofar að láta hana í friði… ef hún sendi honum mynd af sér ber að ofan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu