fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Margrét og Katrín komnar af skjálftasvæðinu til Bali – „Ótrúlegt að það sé heil þjóð sem hefur áhyggjur af tveimur miðaldra kerlingum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í nótt voru vinkonurnar Margrét Helgadóttir og Katrín Ingibjörg Kristófersdóttir staddar á skjálftasvæðinu á Lombok eyju í Indónesíu þar sem jarðskjálfti að stærð sjö reið yfir kl. 18.46 að staðartíma á sunnudagskvöld.

Vinkonurnar eru núna komnar á hótel á Bali og eftir að hafa látið vita af sér, er næst á dagskrá að sofa, enda eru þær ansi þreyttar og bugaðar, eftir þessa lífsreynslu og ekkert búnar að sofa í tvo sólarhringa.

„Ég óska engum að lenda í þessu,“ segir Margrét, „en lærdómsrík reynsla engu að síður.“

Þær biðu þrjá tíma eftir ferju, sem flutti þær til Bali, og segja ferðalagið yfir hafa verið erfitt, en aldrei verið jafnfegnar og „að sjá þetta skítahótel.“ Ekki er að sjá á Bali að náttúruhamfarir hafi átt sér stað stutt frá.

„Ég er orðlaus yfir öllum fallegu skilaboðunum,“ segir Katrín.

Þær segjast hafa kynnst fullt af góðu fólki í ferjunni, þar á meðal dönskum strákum og einn þeirra er sjúkraflutningamaður. Á hótelinu sem hann gisti á létust níu manns.

Þær furða sig á að 20 klst. hafi liðið þar til björgunaraðilar komu á svæðið til að leita í rústunum, en samkvæmt nýjustu fregnum létust 98 í jarðskjálftanum.

„Það er ótrúlegt að geta sagt ferðamönnum sem lentu í sama og við að við séum með heila þjóð á bak við okkur. Að það sé heil íslensk þjóð sem hefur áhyggjur af tveimur miðaldra kerlingum á Bali. Við erum ótrúlega þakklátar,“ segja þær vinkonurnar, dauðþreyttar en fegnar að vera komnar af hamfarasvæðinu í öruggt skjól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“