fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

EM í frjálsum íþróttum hefst í dag – Fjórir Íslendingar meðal keppenda

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 15:00

Í dag hefst EM í frjálsum íþróttum og stendur til sunnudagsins 12. ágústs. Fjórir Íslendingar verða á meðal keppenda á mótinu sem fer fram á Ólympíuleikvangnum í Berlín. Það eru þau Aníta Hinriksdóttir, ÍR sem keppir í 800 metra hlaupi, Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni og Sindri Hrafn Guðmundsson, Breiðabliki, sem keppa í spjótkasti og Guðni Valur Guðnason, ÍR sem keppir kringlukasti.

Fararstjóri er Guðmundur Karlsson og í þjálfara- og í fagteymi eru Einar Vilhjálmsson, Honore Hoedt, John Annerud, Olaf van den Bergh og Pétur Guðmundsson.

Íslensku keppendurnir hefja keppni á morgun, en þá keppa Aníta og Guðni Valur. Sindri Hrafn keppir á miðvikudag og Ásdís á fimmtudag.

Tímaseðill hjá íslensku keppendunum miðað við íslenskan tíma er eftirfarandi:

Aníta hefur keppni í undanrásum í 800 metra hlaupi kl. 9:05 þriðjudaginn 7. ágúst. Undanúrslit fara svo fram kl.17.55 degi síðar og úrslit kl. 19.20 föstudaginn 10. Ágúst.

Guðni Valur keppir í undankeppni í kringlukasti kl. 7.40 eða 9.10, þriðjudaginn 7. ágúst. Úrslitin fara fram kl. 18.20 degi síðar.

Sindri Hrafn keppir í undankeppni í spjótkasti í hádeginu miðvikudaginn 8. ágúst. Keppt verður í tveimur riðlum klukkan 11:00 og 12:25. Úrslitin fara fram 18:22 degi síðar.

Ásdís keppir í undankeppni í spjótkasti rétt fyrir hádegi fimmtudaginn 9. ágúst. Keppt verður í tveimur riðlum, kl. 10.30 og 11.30. Úrslitin fara fram degi síðar kl. 18.25.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af