fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Helga Sigrún hrósar gæslunni á Þjóðhátíð: „Spurð trekk í trekk hvort ég þekki vini mína“

Óðinn Svan Óðinsson
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Sigrún Hermannsdóttir, Þjóðhátíðargestur hrósar gæslunni á hátíðinni í hástert í færslu sem hún birtir á Twitter í dag. Helga Sigrún segist upplifa sig örugga í Herjólfsdal en segir mikilvægt að gæslumenn á hátíðinni séu sífellt með augun opin.

„Spurð trekk í trekk hvort ég þekki vini mína og hvort ég sé ok. FALLEGT,“ skrifar Helga meðal annars í færslu sem sjá má hér að neðan. 

„Hér er allt morandi í starfsmönnum sem eru duglegir að spjalla við mann og ég upplifi mig sérstaklega örugga hér í Dalnum,“ segir Helga Sigrún í samtali við DV.

„Ég hef nokkrum sinnum verið ein að labba með karlkyns vini mínum og ég er alltaf spurð hvort við þekkjumst og hvort það sé ekki allt í góðu,“ bætir Helga við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“