fbpx
Fréttir

Rennsli við Sveinstind hækkar ennþá og hámarki ekki náð

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. ágúst 2018 21:43

Mynd: Þorsteinn Þorsteinsson

Rennsli við Sveinstind hækkar örlítið ennþá og hámarki virðist ekki náð samkvæmt vef Veðurstofunnar. Staðfest hefur verið með eftirlitsflugi að bæði Eystri og Vestari Skaftárketill hafa hlaupið. Ekki er þó talið að mikið vatn hafi verið í Vestur-Skaftárkatli. Vatnsmagn úr þeim katli gæti verið 10-20% af heildarvatnsmagni hlaupsins.

Lækkun íshellunnar í Skaftárkatli það sem af er þessu hlaupi er mjög svipuð og í hlaupinu 2015. Sambandið við GPS tæki í Eystri katlinum rofnaði þegar íshellan hafði sigið um 70 metra. Ljóst er að hlaupið er með stærri hlaupum sem mælst hafa.

Rennsli og vatnshæð hefur aukist verulega við Ása og Kirkjubæjarklaustur og búist er við að hlaupið verði í hámarki þar í kringum sex til átta klukkustundir eftir að hámarki er náð við Sveinstind. Óljóst er hvenær því verður náð.

Sterk brennisteinslykt hefur fundist vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul. Eindregið er varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu, auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum og ofan hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flensan er komin til landsins

Flensan er komin til landsins
Fyrir 19 klukkutímum

Morðið í miðasölunni


Morðið í miðasölunni