Fréttir

Rennsli við Sveinstind hefur náð hámarki

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. ágúst 2018 18:03

Mynd: NBC

Rennsli við Sveinstind við Skaftárjökul hefur náð hámarki. Þetta staðfestir Hulda Rós Helgadóttir, sérfræðingur í náttúruvá á Veðurstofunni, við Morgunblaðið og telur að rennslið standi yfir í nokkrar klukkustundir áður en það gengur á ný. Hámark hlaupsins að ætti að ná þjóðveginum í kvöld.

Við þessar aðstæður notast Veður­stof­an við vatns­hæðarmæli til að fylgj­ast með rennsli ár­inn­ar, en segir Hulda að mælirinn sé ekki áreiðanlegur til að gefa ná­kvæm­ar töl­ur um rennsli þegar hann flæðir út fyrir farveginn. Hulda seg­ir að mæl­ir­inn hafi verið notaður í síðasta Skaft­ár­hlaupi árið 2015 og þá hafi hann einnig rofnað eft­ir að ís­hell­an hafði sigið um 70 metra.

Á undanförnum sólarhring hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt, en staðfest er að gasmengun frá hlaupinu sé ólíkleg til að skapa hættu við þjóðveg.

Áfram er fylgst með stöðu og þróun mála.

Uppfært kl. 21:30 – 
Rennslið hækkar örlítið ennþá og hámarki virðist ekki náð. Staðfest hefur verið með eftirlitsflugi að bæði Eystri og Vestari Skaftárketill hafa hlaupið. Ekki er þó talið að mikið vatn hafi verið í Vestur-Skaftárkatli. Vatnsmagn úr þeim katli gæti verið 10-20% af heildarvatnsmagni hlaupsins. Sambandið við GPS tæki í Eystri katlinum rofnaði þegar íshellan hafði sigið um 70 metra. Ljóst er að hlaupið er með stærri hlaupum sem mælst hafa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Er þetta heimskasti ferðamaður sumarsins?

Mynd dagsins: Er þetta heimskasti ferðamaður sumarsins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósk tók upp tímabundið samband við Helga til að forðast frekara ofbeldi – „Ég var yfirbuguð af ótta“

Ósk tók upp tímabundið samband við Helga til að forðast frekara ofbeldi – „Ég var yfirbuguð af ótta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“